Enski boltinn

Fullt af leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni eru samningslausir eða á förum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson kvaddi Cardiff City með sigri á Manchester United á Old Trafford.
Aron Einar Gunnarsson kvaddi Cardiff City með sigri á Manchester United á Old Trafford. Getty/Stu Forster
Íslenski landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er ekki eini leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni sem er að renna út á samning í sumar.Aron Einar hefur ákveðið að kveðja Cardiff City og enska boltann og er á leiðinni til Al-Arabi í Katar.Menn eins og Olivier Giroud hjá Chelsea, Daniel Sturridge hjá Liverpool og Nacho Monreal hjá Arsenal eru allir í sömu stöðu og landsliðsfyrirliðinn. Það er þó búist við að Olivier Giroud framlengi við Chelsea en ekki eins ljóst hvað hinir gera.Það verða miklar breytingar hjá Manchester United og þegar ljóst að þeir Ander Herrera og Antonio Valencia eru á förum. Þá er Juan Mata með lausan samning.Breska ríkisútvarpið hefur tekið það saman á heimasíðu sinni hvaða leikmenn eru að verða samningslausir hjá liðunum í ensku úrvalsdeildinni og er það athyglisverður listi. Hér fyrir neðan má sjá þennan lista.Arsenal

Á förum:  Danny Welbeck, Aaron Ramsey (til Juventus), Petr Cech (að hætta)

Samningslausir: Stephan Lichtsteiner, Nacho MonrealBournemouth

Samningslausir: Artur BorucBrighton

Á förum: Bruno (að hætta)Burnley

Á förum: Stephen Ward, Anders Lindegaard

Samningslausir: Peter CrouchCardiff

Á förum: Aron Einar Gunnarsson (Al-Arabi)

Samningslausir: Bruno Ecuele Manga, Stuart O'Keefe, Jazz Richards, Kadeem Harris, Brian Murphy, Loic DamourChelsea

Á förum: Gary Cahill

Samningslausir: Olivier Giroud, Willy Caballero, Rob GreenCrystal Palace

Á förum: Jason Puncheon, Julian Speroni

Samningslausir: Bakary Sako, Pape SouareEverton

Samningslausir: Leighton Baines, Phil JagielkaFulham

Á förum: Ryan Babel, Lazar MarkovicHuddersfield

Á förum: Jonas Lossl, Danny Williams, Laurent Depoitre, Erik Durm, Jack PayneLeicester

Á förum: Shinji Okazaki, Danny SimpsonLiverpool

Samningslausir: Daniel Sturridge, Alberto MorenoManchester City

Á förum: Vincent Kompany (Anderlecht)Manchester United

Á förum: Ander Herrera, Antonio Valencia

Samningslausir: Juan MataNewcastle

Samningslausir: Mohamed DiameSouthampton

Á förum: Steven Davis (Rangers)Tottenham

Samningslausir: Fernando Llorente, Michel VormWatford

Samningslausir: Miguel Britos, Heurelho Gomes (líklega að hætta), Tommie HobanWest Ham

Samningslausir: Andy Carroll, Samir Nasri, AdrianWolverhampton

Enginn

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.