Rússneskur blaðamaður ákærður fyrir eiturlyfjasölu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júní 2019 17:12 Ivan Golunov. reuters Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Ivan Golunov var handtekinn á fimmtudag og ákærður fyrir að hafa reynt að selja eiturlyf. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Samkvæmt lögreglu var hann færður á sjúkrahús vegna veikinda en frést hefur að hann hafi slasast meðan á handtöku stóð. Golunov starfar fyrir veffréttaritið Meduza sem er lettnesk fréttastofa en Golunov var í Moskvu þegar handtakan fór fram. Lögmaður hans segir eiturlyfjunum hafa verið komið fyrir á honum en rússnesk yfirvöld neita þeirri ásökun. Meduza sagði í tilkynningu að Golunov hafi verið handtekinn vegna starfs síns. Golunov var á leið sinni til að hitta aðra fréttamenn þegar hann var stoppaður og leitað á honum af lögreglu. Lögregla segir að þeir hafi fundið eiturlyfið mephedrone í bakpoka hans og að þeir hafi síðar leitað í íbúð hans og fundið meira magn af eiturlyfjum og vogarskálar, sem gæfi til kynna að hann væri að selja efnin. Blaðamaðurinn var ákærður opinberlega í morgun, laugardag, fyrir að hafa gert tilraun til að framleiða, selja eða dreifa eiturlyfjum. Lögregla birti myndir sem þeir segja sýni áhöld tengd eiturlyfjum í íbúð Golunov en þær myndir hafa síðan verið fjarlægðar samkvæmt Olgu Ivshinu, fréttamanni BBC í Rússlandi. Hún segir lögreglu hafa viðurkennt að „flestar myndirnar sem voru birtar hafi ekki verið teknar í íbúð Golunov heldur hafi verið tengdar annarri rannsókn sem gæti verið tengd handtöku hans.“ Í tilkynningu Meduza segir að Golunov hafi fengið hótanir síðustu mánuði vegna rannsóknar fyrir frétt sem hann var að vinna að. „Við erum handviss um að Ivan Golunov sé saklaus,“ segir í tilkynningunni. „Þar að auki höfum við ástæðu til að halda að verið sé að ofsækja Golunov vegna rannsóknarvinnu sinnar.“ Samkvæmt rússnesku fréttastofunni Interfax hefur heimildarmaður þeirra innan lögreglunnar í Moskvu sagt að Golunov sé ekki við hestaheilsu. „Kallað var eftir sjúkrabíl… Læknarnir í sjúkrabílnum ákváðu að það þyrfti að færa hann á sjúkrahús til að skoða hann.“ Samkvæmt Meduza var hann barinn af lögreglumönnum, bæði við handtöku og seinna á lögreglustöðinni. Hann hafi aðeins fengið að hafa samband við vin sinn eftir 14 klst. varðhald.Иван Голунов рассказывает о событиях последнего дня.Надеемся, что это очень странное дело закончится в самое ближайшее время. pic.twitter.com/MkNcVVMsKy— Breaking Mash (@BreakingMash) June 7, 2019 Í fyrsta myndbandinu sem birt hefur verið af Golunov eftir handtöku hans, sem birt var af rússneska miðlinum Breaking Mash, lyftir hann upp bolnum sínum til að sýna það sem virðist vera brunasár á bakinu. Golunov segist hafa lent í ryskingum við lögreglu og sýndi marbletti máli sínu til stuðnings. Samkvæmt Pavel Chikov, lögmanni, skoðaði læknir Golunov og staðfesti að hann væri líklega rifbeinsbrotinn, hefði fengið heilahristing og margúl. Dmitry Julay, lögmaður Golunov, sagði að honum hafi verið neitað mat og svefni í meira en sólarhring.Fréttafólk í Rússlandi ítrekað handtekið fyrir eiturlyfjasölu Golunov hefur ítrekað flett ofan af spillingu meðal viðskiptamógúla og stjórnmálafólks í Moskvu auk svikulla efnahagslegra áforma í borginni. Fréttafólk í Rússlandi hefur ítrekað verið áreitt síðustu ár fyrir vinnu þeirra. Margir áberandi aðgerðarsinnar og mannréttindabaráttufólk í Rússlandi hefur verið haldið í varðhaldi vegna augljóslega falskra eiturlyfja ákæra. Stórum hluta fréttamiðla í Rússlandi er stjórnað af ríkinu og Rússland hefur verið í 83 sæti af 100 löndum á lista Freedom House um fjölmiðlafrelsi. „Við munum komast að því á hvers vegum er verið að ásækja Vanya [Ivan] og við munum birta þær upplýsingar,“ sögðu Galina Timchenko, framkvæmdarstjóri Meduza, og Ivan Kolpakov, ritstjóri miðilsins. Handtaka blaðamannsins hefur hrundið af staða mótmælum í Moskvu og Sankti Pétursborg og tugir manns voru handteknir, flestir eru blaðamenn. Rússland Mest lesið Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Ivan Golunov var handtekinn á fimmtudag og ákærður fyrir að hafa reynt að selja eiturlyf. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Samkvæmt lögreglu var hann færður á sjúkrahús vegna veikinda en frést hefur að hann hafi slasast meðan á handtöku stóð. Golunov starfar fyrir veffréttaritið Meduza sem er lettnesk fréttastofa en Golunov var í Moskvu þegar handtakan fór fram. Lögmaður hans segir eiturlyfjunum hafa verið komið fyrir á honum en rússnesk yfirvöld neita þeirri ásökun. Meduza sagði í tilkynningu að Golunov hafi verið handtekinn vegna starfs síns. Golunov var á leið sinni til að hitta aðra fréttamenn þegar hann var stoppaður og leitað á honum af lögreglu. Lögregla segir að þeir hafi fundið eiturlyfið mephedrone í bakpoka hans og að þeir hafi síðar leitað í íbúð hans og fundið meira magn af eiturlyfjum og vogarskálar, sem gæfi til kynna að hann væri að selja efnin. Blaðamaðurinn var ákærður opinberlega í morgun, laugardag, fyrir að hafa gert tilraun til að framleiða, selja eða dreifa eiturlyfjum. Lögregla birti myndir sem þeir segja sýni áhöld tengd eiturlyfjum í íbúð Golunov en þær myndir hafa síðan verið fjarlægðar samkvæmt Olgu Ivshinu, fréttamanni BBC í Rússlandi. Hún segir lögreglu hafa viðurkennt að „flestar myndirnar sem voru birtar hafi ekki verið teknar í íbúð Golunov heldur hafi verið tengdar annarri rannsókn sem gæti verið tengd handtöku hans.“ Í tilkynningu Meduza segir að Golunov hafi fengið hótanir síðustu mánuði vegna rannsóknar fyrir frétt sem hann var að vinna að. „Við erum handviss um að Ivan Golunov sé saklaus,“ segir í tilkynningunni. „Þar að auki höfum við ástæðu til að halda að verið sé að ofsækja Golunov vegna rannsóknarvinnu sinnar.“ Samkvæmt rússnesku fréttastofunni Interfax hefur heimildarmaður þeirra innan lögreglunnar í Moskvu sagt að Golunov sé ekki við hestaheilsu. „Kallað var eftir sjúkrabíl… Læknarnir í sjúkrabílnum ákváðu að það þyrfti að færa hann á sjúkrahús til að skoða hann.“ Samkvæmt Meduza var hann barinn af lögreglumönnum, bæði við handtöku og seinna á lögreglustöðinni. Hann hafi aðeins fengið að hafa samband við vin sinn eftir 14 klst. varðhald.Иван Голунов рассказывает о событиях последнего дня.Надеемся, что это очень странное дело закончится в самое ближайшее время. pic.twitter.com/MkNcVVMsKy— Breaking Mash (@BreakingMash) June 7, 2019 Í fyrsta myndbandinu sem birt hefur verið af Golunov eftir handtöku hans, sem birt var af rússneska miðlinum Breaking Mash, lyftir hann upp bolnum sínum til að sýna það sem virðist vera brunasár á bakinu. Golunov segist hafa lent í ryskingum við lögreglu og sýndi marbletti máli sínu til stuðnings. Samkvæmt Pavel Chikov, lögmanni, skoðaði læknir Golunov og staðfesti að hann væri líklega rifbeinsbrotinn, hefði fengið heilahristing og margúl. Dmitry Julay, lögmaður Golunov, sagði að honum hafi verið neitað mat og svefni í meira en sólarhring.Fréttafólk í Rússlandi ítrekað handtekið fyrir eiturlyfjasölu Golunov hefur ítrekað flett ofan af spillingu meðal viðskiptamógúla og stjórnmálafólks í Moskvu auk svikulla efnahagslegra áforma í borginni. Fréttafólk í Rússlandi hefur ítrekað verið áreitt síðustu ár fyrir vinnu þeirra. Margir áberandi aðgerðarsinnar og mannréttindabaráttufólk í Rússlandi hefur verið haldið í varðhaldi vegna augljóslega falskra eiturlyfja ákæra. Stórum hluta fréttamiðla í Rússlandi er stjórnað af ríkinu og Rússland hefur verið í 83 sæti af 100 löndum á lista Freedom House um fjölmiðlafrelsi. „Við munum komast að því á hvers vegum er verið að ásækja Vanya [Ivan] og við munum birta þær upplýsingar,“ sögðu Galina Timchenko, framkvæmdarstjóri Meduza, og Ivan Kolpakov, ritstjóri miðilsins. Handtaka blaðamannsins hefur hrundið af staða mótmælum í Moskvu og Sankti Pétursborg og tugir manns voru handteknir, flestir eru blaðamenn.
Rússland Mest lesið Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira