Erlent

Þúsundir streyma til Kólumbíu til að kaupa nauðsynjar

Atli Ísleifsson skrifar
Sameinuðu þjóðirnar áætla að á fimmta milljón Venesúelamanna hafa flúið landið frá árinu 2015.
Sameinuðu þjóðirnar áætla að á fimmta milljón Venesúelamanna hafa flúið landið frá árinu 2015. Getty
Þúsundir Venesúelamanna hafa streymt yfir landamærin til Kólumbíu til að kaupa mat, lyf og aðrar nauðsynjar eftir að landamæri ríkjanna voru opnuð á nýjan leik í dag.

Landamærunum var lokað í febrúar að beiðni Nicolás Maduro, forseta Venesúela, eftir að Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, kvaðst ætla að koma hjálpargögnum, meðal annars frá bandarískum yfirvöldum, til íbúa landsins.

Venesúelamenn hafa staðið frammi fyrir miklum vöruskorti síðustu misserinn eftir margra ára efnahagsóstjórn. Sameinuðu þjóðirnar áætla að á fimmta milljón Venesúelamanna hafa flúið landið frá árinu 2015.

Landamærum Venesúela að Kólumbíu, Brasilíu og hollensku Antillaeyjum var lokað fyrr á árinu eftir að stjórnarandstaðan hóf að skipuleggja flutning hjálpargagna til landsins. Maduro sagði flutninginn lið í því að koma honum frá völdum.

Lokunin hefur orsakað mikinn vanda fyrir fjölda fólks þar sem margir Venesúelamenn hafa treyst á að geta keypt mat og aðrar nauðsynjar í nágrannalandinu.

Landamæri Venesúela og Brasilíu voru opnað á ný í síðasta mánuði.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.