Íhuga reglubreytingar vegna tíðra dauðsfalla á Everest Atli Ísleifsson skrifar 30. maí 2019 10:27 Örtröð hefur á köflum myndast ofarlega í fjallinu. AP Yfirvöld í Nepal íhuga nú að breyta reglum um hverjir fái heimild til að klífa Everest, hæsta fjall heims. Ellefu manns hafa á síðustu vikum látið lífið í tilraunum sínum til að komast á tindinn. Nokkrir þeirra sem hafa látið lífið í hlíðum fjallsins hafa gert það þar sem þeir hafa beðið í röð eftir að komast á tindinn. Örtröð hefur á köflum myndast ofarlega í fjallinu. „Það er kominn tími til að endurskoða gömlu reglurnar,“ segir þingmaðurinn Yagya Raj Sunuwar í samtali við New York Times. Langflestir sem hafa sótt leyfi til að klífa fjallið hafa til þessa fengið umsóknina samþykkta. Fjöldi tiltölulega óreyndra fjallgöngumanna, sem hafa sótt um leyfi til að komast á tindinn, hefur aukist að undanförnu og hefur það aukið á hættu fyrir alla fjallgöngumenn á staðnum. Fjölmargir fulltrúar nepalskra yfirvalda hafa lýst því yfir að verið sé að fara yfir stöðuna og að til skoðunar sé að umsækjendur verði að sýna fram á reynslu og læknisvottorð um að vera við góða heilsu áður en umsókn fáist samþykkt. Fjallgöngumenn þurfa nú að skila inn afriti af vegabréfi, stuttu æviágripi og heilsuvottorði sem kveði á um að þeir séu nægilega heilsuhraustir til að klífa fjallið. Fulltrúar yfirvalda hafa þó staðfest að ekki sé í öllum tilvikum hægt að sannreyna vottorðið. Erlendir fjallgöngumenn þurfa að greiða jafnvirði um 1,5 milljón króna til að fá leyfi til að klífa Everest. Everest Nepal Tengdar fréttir Fleiri látist á Everest í ár en allt árið 2018 Alls hafa tíu látist í vikunni á Everest-fjalli eftir að tveir menn, Íri og Breti, létust í gær. 25. maí 2019 09:52 Ekki bara röðin sem valdi auknum fjölda dauðsfalla á Everest Ferðamálayfirvöld í Nepal hafa þvertekið fyrir að rekja megi aukinn fjölda dauðsfalla á Everest-fjallinu, hæsta fjalli heims, til aukningu í fjölda þeirra sem fá leyfi til að klífa fjallið. 26. maí 2019 18:09 Æ fleiri örmagnast í biðröðinni og komast aldrei niður Samtals hafa nú fjórir fjallgöngumenn látist í hlíðum Everest-fjalls undanfarna daga. 24. maí 2019 22:03 Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Yfirvöld í Nepal íhuga nú að breyta reglum um hverjir fái heimild til að klífa Everest, hæsta fjall heims. Ellefu manns hafa á síðustu vikum látið lífið í tilraunum sínum til að komast á tindinn. Nokkrir þeirra sem hafa látið lífið í hlíðum fjallsins hafa gert það þar sem þeir hafa beðið í röð eftir að komast á tindinn. Örtröð hefur á köflum myndast ofarlega í fjallinu. „Það er kominn tími til að endurskoða gömlu reglurnar,“ segir þingmaðurinn Yagya Raj Sunuwar í samtali við New York Times. Langflestir sem hafa sótt leyfi til að klífa fjallið hafa til þessa fengið umsóknina samþykkta. Fjöldi tiltölulega óreyndra fjallgöngumanna, sem hafa sótt um leyfi til að komast á tindinn, hefur aukist að undanförnu og hefur það aukið á hættu fyrir alla fjallgöngumenn á staðnum. Fjölmargir fulltrúar nepalskra yfirvalda hafa lýst því yfir að verið sé að fara yfir stöðuna og að til skoðunar sé að umsækjendur verði að sýna fram á reynslu og læknisvottorð um að vera við góða heilsu áður en umsókn fáist samþykkt. Fjallgöngumenn þurfa nú að skila inn afriti af vegabréfi, stuttu æviágripi og heilsuvottorði sem kveði á um að þeir séu nægilega heilsuhraustir til að klífa fjallið. Fulltrúar yfirvalda hafa þó staðfest að ekki sé í öllum tilvikum hægt að sannreyna vottorðið. Erlendir fjallgöngumenn þurfa að greiða jafnvirði um 1,5 milljón króna til að fá leyfi til að klífa Everest.
Everest Nepal Tengdar fréttir Fleiri látist á Everest í ár en allt árið 2018 Alls hafa tíu látist í vikunni á Everest-fjalli eftir að tveir menn, Íri og Breti, létust í gær. 25. maí 2019 09:52 Ekki bara röðin sem valdi auknum fjölda dauðsfalla á Everest Ferðamálayfirvöld í Nepal hafa þvertekið fyrir að rekja megi aukinn fjölda dauðsfalla á Everest-fjallinu, hæsta fjalli heims, til aukningu í fjölda þeirra sem fá leyfi til að klífa fjallið. 26. maí 2019 18:09 Æ fleiri örmagnast í biðröðinni og komast aldrei niður Samtals hafa nú fjórir fjallgöngumenn látist í hlíðum Everest-fjalls undanfarna daga. 24. maí 2019 22:03 Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Fleiri látist á Everest í ár en allt árið 2018 Alls hafa tíu látist í vikunni á Everest-fjalli eftir að tveir menn, Íri og Breti, létust í gær. 25. maí 2019 09:52
Ekki bara röðin sem valdi auknum fjölda dauðsfalla á Everest Ferðamálayfirvöld í Nepal hafa þvertekið fyrir að rekja megi aukinn fjölda dauðsfalla á Everest-fjallinu, hæsta fjalli heims, til aukningu í fjölda þeirra sem fá leyfi til að klífa fjallið. 26. maí 2019 18:09
Æ fleiri örmagnast í biðröðinni og komast aldrei niður Samtals hafa nú fjórir fjallgöngumenn látist í hlíðum Everest-fjalls undanfarna daga. 24. maí 2019 22:03