Skipstjórinn handtekinn vegna harmleiksins í Búdapest Birgir Olgeirsson skrifar 30. maí 2019 22:16 Skemmtiferðaskipið Viking Sigyn. Vísir/Getty Skipstjóri skemmtiferðaskipsins sem rakst á útsýnisbát í Dóná í Búdapest hefur verið handtekinn. Skipstjórinn er 64 ára gamall og frá Úkraínu en hann er sakaður um gáleysi á siglingaleið sem olli dauða sjö manneskja. Útsýnisbáturinn, sem flutti suður kóreska ferðamenn, sökk á sjö sekúndum eftir áreksturinn í gær. Björgunarmenn eru vonlitlir um að finna einhverja af þeim 21 sem er saknað á lífi.Lögreglan hefur hafið sakamálarannsókn á þessum árekstri en slys á þessari siglingaleið er sögð fátíð þó svo að umferð sé mikil. Sjö björguðust en glímdu þó allir við ofkælingu að sögn björgunarmanna. Upptökur á öryggismyndavélum sýna þegar skemmtiferðaskipið Viking Sigyn rakst á minni útsýnisbátinn, Hableany, eða Hafmeyjuna, nærri Margrétarbrúnni í miðri Búdapest í gærkvöldi.„Þetta gerðist allt saman mjög hratt,“ sagði Clay Findley, bandarískur ferðamaður sem var farþegi Viking Sigyn. „Ég hélt að við færum fram hjá en stefni Vikings hafnaði á skuti útsýnisbátsins. Skrokkur útsýnisbátsins kastaðist upp og nokkrum sekúndum síðar var hann sokkinn.“ Einn farþega Viking Sigyn segist hafa verið á einum af svölum skemmtiferðaskipsins þegar hann sá fólk í sjónum hrópa á hjálp. Engan á Viking Sigyn sakaði. Lögreglan ákvað að yfirheyra skipstjóra Viking Sigyn sem var handtekinn eftir yfirheyrsluna. Þrjátíu suður kóreskir ferðamenn voru um borð í útsýnisbátnum ásamt þremur leiðsögumönnum og tveggja manna áhöfn. Flestir ferðamannanna voru á fimmtugsaldri, en í hópnum var þó sex ára gamalt barn og karl á áttræðisaldri. Ungverjaland Tengdar fréttir Sjö látnir og fjölda saknað eftir að bát hvolfdi í Búdapest Báturinn er notaður í útsýnissiglingar fyrir ferðamenn í ungversku höfuðborginni. 29. maí 2019 22:03 Sjö sekúndur frá árekstrinum og þar til báturinn sökk Sjö eru látnir og 21 er enn saknað eftir að útsýnisbátur og skemmtiferðabátur rákust saman á Dóná í Búdapest í gær. 30. maí 2019 13:24 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Fleiri fréttir „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sjá meira
Skipstjóri skemmtiferðaskipsins sem rakst á útsýnisbát í Dóná í Búdapest hefur verið handtekinn. Skipstjórinn er 64 ára gamall og frá Úkraínu en hann er sakaður um gáleysi á siglingaleið sem olli dauða sjö manneskja. Útsýnisbáturinn, sem flutti suður kóreska ferðamenn, sökk á sjö sekúndum eftir áreksturinn í gær. Björgunarmenn eru vonlitlir um að finna einhverja af þeim 21 sem er saknað á lífi.Lögreglan hefur hafið sakamálarannsókn á þessum árekstri en slys á þessari siglingaleið er sögð fátíð þó svo að umferð sé mikil. Sjö björguðust en glímdu þó allir við ofkælingu að sögn björgunarmanna. Upptökur á öryggismyndavélum sýna þegar skemmtiferðaskipið Viking Sigyn rakst á minni útsýnisbátinn, Hableany, eða Hafmeyjuna, nærri Margrétarbrúnni í miðri Búdapest í gærkvöldi.„Þetta gerðist allt saman mjög hratt,“ sagði Clay Findley, bandarískur ferðamaður sem var farþegi Viking Sigyn. „Ég hélt að við færum fram hjá en stefni Vikings hafnaði á skuti útsýnisbátsins. Skrokkur útsýnisbátsins kastaðist upp og nokkrum sekúndum síðar var hann sokkinn.“ Einn farþega Viking Sigyn segist hafa verið á einum af svölum skemmtiferðaskipsins þegar hann sá fólk í sjónum hrópa á hjálp. Engan á Viking Sigyn sakaði. Lögreglan ákvað að yfirheyra skipstjóra Viking Sigyn sem var handtekinn eftir yfirheyrsluna. Þrjátíu suður kóreskir ferðamenn voru um borð í útsýnisbátnum ásamt þremur leiðsögumönnum og tveggja manna áhöfn. Flestir ferðamannanna voru á fimmtugsaldri, en í hópnum var þó sex ára gamalt barn og karl á áttræðisaldri.
Ungverjaland Tengdar fréttir Sjö látnir og fjölda saknað eftir að bát hvolfdi í Búdapest Báturinn er notaður í útsýnissiglingar fyrir ferðamenn í ungversku höfuðborginni. 29. maí 2019 22:03 Sjö sekúndur frá árekstrinum og þar til báturinn sökk Sjö eru látnir og 21 er enn saknað eftir að útsýnisbátur og skemmtiferðabátur rákust saman á Dóná í Búdapest í gær. 30. maí 2019 13:24 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Fleiri fréttir „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sjá meira
Sjö látnir og fjölda saknað eftir að bát hvolfdi í Búdapest Báturinn er notaður í útsýnissiglingar fyrir ferðamenn í ungversku höfuðborginni. 29. maí 2019 22:03
Sjö sekúndur frá árekstrinum og þar til báturinn sökk Sjö eru látnir og 21 er enn saknað eftir að útsýnisbátur og skemmtiferðabátur rákust saman á Dóná í Búdapest í gær. 30. maí 2019 13:24