Rúnar: Heppnir að þetta endaði ekki verr Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. maí 2019 21:50 Rúnar Kristinsson vísir/bára Rúnar Kristinsson var sáttur með stigin þrjú sem KR náði í gegn HK í Vesturbænum í kvöld en pirraður út í kæruleysi hans manna undir lok leiksins. „Við vorum mjög ánægðir með að vinna leikinn í dag eftir erfiðan dag í Grindavík í síðustu viku,“ sagði Rúnar eftir leikinn. KR vann 3-2, mörk HK komu á tveggja mínútna kafla undir lok leiksins. „Þrjú stig eru kærkomin en við gerðum þetta full spennandi í restina og ég er mjög ósáttur með síðustu tíu mínúturnar.“ KR virtist vera að sigla mjög þægilegum sigri heim og lítið sem ekkert sem benti til þess að HK næði endurkomu. Gestirnir voru hins vegar mjög öflugir undir lok leiksins og hefðu hæglega getað stolið stigi. „Við vorum með þetta algerlega í okkar höndum en við hættum að láta boltann ganga síðustu tíu mínúturnar. Nýttum ekki skyndisóknirnar sem við fengum, fannst við kærulausir í sendingavali og spilum boltanum frá okkur trekk í trekk þegar við erum í kjörstöðu.“ „Ég er bara hundfúll út í hvernig við enduðum þetta. Er mjög pirraður út í drengina að falla í þessa gryfju sem kæruleysi getur verið og við erum heppnir að þetta endaði ekki verr.“ „Við þurfum að klára leikinn 90 plús mínútur, þetta er eitthvað sem við þurfum að taka á. En það er stundum í lagi að fá kjaftshögg svo lengi sem þú nærð að klára leikinn með þremur stigum.“ KR fékk dæmt á sig víti eftir rúmlega klukkutíma leik, þegar staðan var 3-0 fyrir KR. Finnur Tómas Pálmason var dæmdur brotlegur á Brynjar Jónasson. KR-ingar voru nokkuð ósáttir við vítið og mótmælti Finnur mikið. Fannst Rúnari þetta vera víti? „Ekki frá mér séð. En ég sagði í síðustu viku í Grindavík að ég sá það ekki heldur þar. Ég vona bara að dómararnir séu að taka réttar ákvarðanir. Maður er aldrei sáttur þegar það er dæmt á mann víti en sjálfsagt hefði ég beðið um víti ef þetta hefði gerst hinu megin.“ „Mér fannst hann taka boltann en það er svolítið löng leið fyrir mig að sjá þetta og ég er orðinn gamall maður,“ sagði Rúnar Kristinsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
Rúnar Kristinsson var sáttur með stigin þrjú sem KR náði í gegn HK í Vesturbænum í kvöld en pirraður út í kæruleysi hans manna undir lok leiksins. „Við vorum mjög ánægðir með að vinna leikinn í dag eftir erfiðan dag í Grindavík í síðustu viku,“ sagði Rúnar eftir leikinn. KR vann 3-2, mörk HK komu á tveggja mínútna kafla undir lok leiksins. „Þrjú stig eru kærkomin en við gerðum þetta full spennandi í restina og ég er mjög ósáttur með síðustu tíu mínúturnar.“ KR virtist vera að sigla mjög þægilegum sigri heim og lítið sem ekkert sem benti til þess að HK næði endurkomu. Gestirnir voru hins vegar mjög öflugir undir lok leiksins og hefðu hæglega getað stolið stigi. „Við vorum með þetta algerlega í okkar höndum en við hættum að láta boltann ganga síðustu tíu mínúturnar. Nýttum ekki skyndisóknirnar sem við fengum, fannst við kærulausir í sendingavali og spilum boltanum frá okkur trekk í trekk þegar við erum í kjörstöðu.“ „Ég er bara hundfúll út í hvernig við enduðum þetta. Er mjög pirraður út í drengina að falla í þessa gryfju sem kæruleysi getur verið og við erum heppnir að þetta endaði ekki verr.“ „Við þurfum að klára leikinn 90 plús mínútur, þetta er eitthvað sem við þurfum að taka á. En það er stundum í lagi að fá kjaftshögg svo lengi sem þú nærð að klára leikinn með þremur stigum.“ KR fékk dæmt á sig víti eftir rúmlega klukkutíma leik, þegar staðan var 3-0 fyrir KR. Finnur Tómas Pálmason var dæmdur brotlegur á Brynjar Jónasson. KR-ingar voru nokkuð ósáttir við vítið og mótmælti Finnur mikið. Fannst Rúnari þetta vera víti? „Ekki frá mér séð. En ég sagði í síðustu viku í Grindavík að ég sá það ekki heldur þar. Ég vona bara að dómararnir séu að taka réttar ákvarðanir. Maður er aldrei sáttur þegar það er dæmt á mann víti en sjálfsagt hefði ég beðið um víti ef þetta hefði gerst hinu megin.“ „Mér fannst hann taka boltann en það er svolítið löng leið fyrir mig að sjá þetta og ég er orðinn gamall maður,“ sagði Rúnar Kristinsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira