Íslenski boltinn

Valsmenn hafa lent átta sinnum undir í fyrstu fimm leikjunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Orri Sigurður Ómarsson fær dæmt á sig víti í gær.
Orri Sigurður Ómarsson fær dæmt á sig víti í gær. Vísir/Vilhelm

Íslandsmeistarar Valsmanna eru níu stigum og átta sætum frá toppsæti Pepsi Max deildar karla eftir 3-2 tap á móti FH-ingum í Kaplakrikanum í gærkvöldi.

Valsliðið er aðeins búið að ná í 4 stig af 15 mögulegum í sumar og það sem meira er að Hlíðarendaliðið hefur aðeins einu sinni komist yfir í leikjum sínum á allri leiktíðinni og það er jafnframt eini leikurinn sem liðið hefur unnið.

Valsliðið hefur fengið á sig níu mörk í fyrstu fimm umferðunum þar af fékk liðið á sig þrjú mörk á móti bæði Víkingum í 1. umferðinni og á móti FH-ingum í 5. umferðinni í gær.

Á meðan Valsmönnum gengur ekkert að komast yfir í leikjum sínum þá lenda þeir hvað eftir annað undir.

Valsmenn hafa lent samtals átta sinnum undir í fyrstu fimm umferðunum. Þeir náðu að jafna þrisvar sinnum á móti FH og tvisvar sinnum á móti FH en töpuðu leikjum sínum á móti KA-mönnum og Skagamönnum.

Valsliðinu tókst að bjarga jafntefli í fyrsta leiknum á móti Víkingum en tókst ekki að endurtaka leikinn á móti FH í Kaplakrika í gær.


Valsliðið hefur 1 sinni komist yfir í Pepsi Max deildinni í sumar
1-0 á móti Fylki - [vann leikinn 1-0]

Valsliðið hefur lent 8 sinnum undir í Pepsi Max deildinni í sumar
0-1 á móti Víkingi - jafnaði í 1-1
1-2 á móti Víkingi - jafnaði í 2-2
2-3 á móti Víkingi - jafnaði í 3-3
0-1 á móti KA - [tapaði leiknum 0-1]
0-1 á móti ÍA - [lenti 0-2 undir]
0-1 á móti FH - jafnaði í 1-1
1-2 á móti FH - jafnaði í 2-2
2-3 á móti FH - [tapaði leiknum 2-3]Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.