Íslenski boltinn

Skessan rís í Kaplakrika: „Höfum verið sveltir í aðstöðu“

Anton Ingi Leifsson skrifar

Framkvæmdir við nýtt knatthús FH í Kaplakrika er hafnar en áætluð verklok eru í ágúst. Nýja húsið mum gjörbreyta aðstöðu félagsins sem verður ein sú besta í landinu.

800 milljónir kostar að byggja húsið og segir Jón Rúnar Halldórsson, fyrrum formaður knattspyrnudeildar FH, og einn forystu sauðanna í því að koma húsinu á laggirnar að þetta sé það hagstæðasta.

„Við höfum drukkið það í okkur að byggja eins hagkvæmt og hægt er. Vera ekki að eyða efnum fram í óþarfa byggingakostnað og höfum langa reynslu af þessum húsum,“ sagði Jón Rúnar við Guðjón Guðmundsson.

„Þetta hefur komið vel út og þetta gerir skyldur sínar þessi hús. Við þurfum ekkert meira,“ en húsið sem er í byggingu hefur fengið nafnið Skessan.

„Hún mun uppfylla allar okkar þarfir. Við höfum verið sveltir í aðstöðu en þetta mun uppfylla allar okkar þarfir, í bili.“

„Það þarf alltaf einhver að ryðja veginn en okkur finnst þessi braut vera órudd. Það eru of margir uppteknir að byggja fyrir alltof mikla peninga og yfirleitt eru það þeir sem eru að nota peninga skattborganna.“

Innslagið má sjá hér að ofan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.