Íslenski boltinn

Bræðurnir framlengja fyrir norðan

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bræðurnir ásamt Hjörvari formanni knattspyrnudeildar KA.
Bræðurnir ásamt Hjörvari formanni knattspyrnudeildar KA. mynd/ka

Hallgrímur Mar og Hrannar Björn Steingrímssynir hafa skrifað undir þriggja ára samning við KA og verða því áfram í herbúðum liðsins.

Báðir hafa spilað lungað af leikjum KA undanfarin ár eftir að hafa gengið í raðir liðsins. Hallgrímur hefur leikið 191 leiki fyrir KA en Hrannar 118 leiki.
Það hefur verið fín ára yfir KA-liðinu í upphafi móts í Pepsi Max-deildinni en Hallgrímur hefur skorað þrjú mörk í fyrstu leikjum mótsins.

KA er með sex stig eftir fyrstu fimm leikina og unnu Stjörnuna í síðustu umferðinni. KA spilar á heimavelli um helgina er ÍBV kemur í heimsókn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.