Enski boltinn

Gylfi hljóp alla leið frá Reykjavík til Akureyrar á tímabilinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu á móti Manchester United.
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu á móti Manchester United. Getty/ Chris Brunskill
Gylfi Þór Sigurðsson hljóp meira en 401 kílómetra í 38 leikjum sínum með Everton í ensku úrvalsdeildinni á nýloknu tímabili og er hann í hópi duglegustu leikmanna deildarinnar.

Alls hljóp Gylfi 401,3 kílómetra og skiluðu þessu hlaup Gylfa í 8. sæti yfir þá sem hlupu mest í deildinni. FoxSports birti frétt um efstu menn.

Þetta þýðir að hann hljóp 10,6 kílómetra að meðaltali í leik. Gylfi spilaði samtals 3134 mínútur í þessum 38 leikjum. Íslenski landsliðsmaðurinn fór því yfir 128 metra á hverri mínútu í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Gylfi er vanur að skila mörgum kílómetrum í hverjum leik og það kemur því ekki á óvart að sjá hann einu sinni enn á lista sem þessum.

Enginn hljóp meira í deildinni en Luka Milivojevic hjá Crystal Palace sem skilaði 447,1 kílómetrum.

Chelsea átti þrjá leikmenn á topp sex og þar með á undan Gylfa. Það voru miðjumennirnir Jorginho og N’Golo Kante sem og varnarmaðurinn Cesar Azpilicueta.

Gylfi er eini leikmaður Everton inn á topp tuttugu listanum. Englandsmeistarar Manchester City eiga einn mann á listanum í Bernardo Silva en nágrannar þeirra í Manchester United er með engan fulltrúa í hópi duglegustu leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar ekki frekar en Arsenal.

Bakvörðurinn Andrew Roberston hljóp mest hjá Liverpool en hjá Tottenham var það danski miðjumaðurinn Christian Eriksen.

Það verður þó að minnast á James Milner hjá Liverpool sem spilaði ekki nærri því alla leiki liðsins. Hann komst ekki á heildarlistann en skilaði 12,68 km að meðaltali í þeim leikjum sem hann spilaði.

Það er gaman að skora á móti Manchester United.Getty/Getty/ Chris Brunskill
Leikmenn sem hlupu mest í ensku úrvalsdeildinni 2018-19:

1. Luka Milivojevic (Crystal Palace) - 447,1 kílómetrar

2. Jack Cork (Burnley) - 445,6

3. Jorginho (Chelsea) - 418,8

4. Wilfred Ndidi (Leicester) - 408,3

5. N’Golo Kante (Chelsea) - 407

6. Cesar Azpilicueta (Chelsea) - 403,3

7. James McArthur (Crystal Palace) - 402,6

8. Gylfi Þór Sigurðsson (Everton) - 401,3

9. Abdoulaye Doucoure (Watford) - 394,7

10. Ben Chilwell (Leicester) - 393,5

11. Ruben Neves (Wolves) - 388,4

12. Ryan Fraser (Bournemouth) - 387,4

13. Bernardo Silva (Man City) - 381,6

14. Nathan Redmond (Southampton) - 379,2

15. Charlie Taylor (Burnley) - 378,2

16. Christian Eriksen (Spurs) - 378,1

17. Joao Moutinho (Wolves) - 377,8

18. Andrew Roberston (Liverpool) - 377,0

19. Nathan Ake (Bournemouth) - 376,6

20. Declan Rice (West Ham) - 374,8


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×