Aðeins níu leikmenn mikilvægari en Gylfi í ensku úrvalsdeildinni í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2019 09:00 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki. Vísir/Getty Gylfi Þór Sigurðsson kom með beinum hætti að 19 af 54 mörkum Everton á leiktíðinni og komst með því inn á topp tíu listann yfir mikilvægustu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili. Gylfi skoraði sjálfur þrettán mörk en fékk einnig skráðar á sig sex stoðsendingar. Hann átti reyndar stóran þátt í fleiri mörkum ekki síst með góðum fyrirgjöfum úr hornspyrnum eða aukaspyrnum sem sköpuðu mikinn usla í vörnum mótherja Everton. Gylfi kom tölfræðilega með beinum hætti að 35,2 prósent marka Everton í ensku úrvalsdeildinni sem skilar honum upp í tíunda sætið yfir mikilvægustu leikmenn deildarinnar 2018-19. Squawka.com tók saman tölfræðina yfir þá leikmenn sem áttu með beinum hætti þátt í hæsta hlutfalli marka í deildinni og öllum á topp tíu fylgir einnig smá umfjöllun.10. 6. "A formidable season" 2 18 goals https://t.co/Fqu14eQ7g5 — Squawka Football (@Squawka) May 17, 2019Blaðamaður squawka þakkar Gylfa fyrst og fremst fyrir það að Everton liðið náði á endanum áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. „Það tók hann eitt tímabil að komast inn í hlutina á Merseyside en stuðningsmenn Toffees eru nú farnir að sjá það besta frá þessum frá bæra leikstjóra. Hann hefur á þessu tímabili sannað það að hár verðmiði átti rétt á sér,“ var meðal annars sagt um okkar mann. Næstur fyrir ofan Gylfa er Arsenal-framherjinn Pierre-Emerick Aubameyang sem kom að 37 prósent mörkum Arsenal liðsins með því að skora 22 mörk og gefa 5 stoðsendingar. Það vekur athygli að enginn leikmaður toppliðanna Manchester City og Liverpool komast á þennan lista. Efstu menn eru Eden Hazard hjá Chelsea og Jamie Vardy hjá Leicester City en Salomon Rondon hjá Newcastle er í þriðja sætinu. Eden Hazard átti magnað tímabil og kom að 49,2 prósent marka Chelsea liðsins með því að skora 16 mörk og gefa 15 stoðsendingar. Chelsea skoraði alls 63 mörk. Jamie Vardy kom að 43,1 prósent marka Leicester með því að skora 18 mörk og gefa 4 stoðsendingar. Vardy kom að 22 af 51 marki Leicester.Mikilvægasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar 2018-19:(Leikmenn sem áttu þá í hæsta hlutfalli marka síns liðs) 1. Eden Hazard, Chelsea 49,2% 2. Jamie Vardy, Leicester 43,1% 3. Salomon Rondon, Newcastle 42,9% 4. Raul Jimenez, Wolves 42,6% 5. Aleksandar Mitrovic, Fulham 41,2% 6. Callum Wilson, Bournemouth 41,1% 7. Glenn Murray, Brighton 40,0% 8. Ryan Fraser, Bournemouth 37,5% 9. Pierre-Emerick Aubameyang, Arsenal 37,0% 10. Gylfi Þór Sigurðsson, Everton 35,2% Enski boltinn Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson kom með beinum hætti að 19 af 54 mörkum Everton á leiktíðinni og komst með því inn á topp tíu listann yfir mikilvægustu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili. Gylfi skoraði sjálfur þrettán mörk en fékk einnig skráðar á sig sex stoðsendingar. Hann átti reyndar stóran þátt í fleiri mörkum ekki síst með góðum fyrirgjöfum úr hornspyrnum eða aukaspyrnum sem sköpuðu mikinn usla í vörnum mótherja Everton. Gylfi kom tölfræðilega með beinum hætti að 35,2 prósent marka Everton í ensku úrvalsdeildinni sem skilar honum upp í tíunda sætið yfir mikilvægustu leikmenn deildarinnar 2018-19. Squawka.com tók saman tölfræðina yfir þá leikmenn sem áttu með beinum hætti þátt í hæsta hlutfalli marka í deildinni og öllum á topp tíu fylgir einnig smá umfjöllun.10. 6. "A formidable season" 2 18 goals https://t.co/Fqu14eQ7g5 — Squawka Football (@Squawka) May 17, 2019Blaðamaður squawka þakkar Gylfa fyrst og fremst fyrir það að Everton liðið náði á endanum áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. „Það tók hann eitt tímabil að komast inn í hlutina á Merseyside en stuðningsmenn Toffees eru nú farnir að sjá það besta frá þessum frá bæra leikstjóra. Hann hefur á þessu tímabili sannað það að hár verðmiði átti rétt á sér,“ var meðal annars sagt um okkar mann. Næstur fyrir ofan Gylfa er Arsenal-framherjinn Pierre-Emerick Aubameyang sem kom að 37 prósent mörkum Arsenal liðsins með því að skora 22 mörk og gefa 5 stoðsendingar. Það vekur athygli að enginn leikmaður toppliðanna Manchester City og Liverpool komast á þennan lista. Efstu menn eru Eden Hazard hjá Chelsea og Jamie Vardy hjá Leicester City en Salomon Rondon hjá Newcastle er í þriðja sætinu. Eden Hazard átti magnað tímabil og kom að 49,2 prósent marka Chelsea liðsins með því að skora 16 mörk og gefa 15 stoðsendingar. Chelsea skoraði alls 63 mörk. Jamie Vardy kom að 43,1 prósent marka Leicester með því að skora 18 mörk og gefa 4 stoðsendingar. Vardy kom að 22 af 51 marki Leicester.Mikilvægasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar 2018-19:(Leikmenn sem áttu þá í hæsta hlutfalli marka síns liðs) 1. Eden Hazard, Chelsea 49,2% 2. Jamie Vardy, Leicester 43,1% 3. Salomon Rondon, Newcastle 42,9% 4. Raul Jimenez, Wolves 42,6% 5. Aleksandar Mitrovic, Fulham 41,2% 6. Callum Wilson, Bournemouth 41,1% 7. Glenn Murray, Brighton 40,0% 8. Ryan Fraser, Bournemouth 37,5% 9. Pierre-Emerick Aubameyang, Arsenal 37,0% 10. Gylfi Þór Sigurðsson, Everton 35,2%
Enski boltinn Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Sjá meira