Enski boltinn

Alexander-Arnold gæti skrifað söguna í úrslitaleik Meistaradeildarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Trent Alexander-Arnold.
Trent Alexander-Arnold. Getty/Laurence Griffiths

Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í Madrid gæti orðið sögulegur fyrir bakvörð Liverpool liðsins.

Liverpool spilar þar til úrslita á móti Tottenham á heimavelli Atlético Madrid, Wanda Metropolitano, en leikurinn fer fram 1. júní næstkomandi.

Liverpool bendir á það á samfélagsmiðlum sínum að Trent Alexander-Arnold sé líklegur til að spila þarna sögulegan leik.Trent Alexander-Arnold er fæddur 20. október 1998 og verður því ekki 21 árs gamall fyrr en í vetur.

Hann byrjar líklega í hægri bakvarðarstöðu Liverpool í leiknum og yrði þá fyrsti leikmaðurinn í sögu Meistaradeildarinnar til að byrja tvo úrslitaleiki í röð áður en hann heldur upp á 21 árs afmælið sitt.

Trent Alexander-Arnold hefur verið frábær hjá Liverpool á leiktíðinni og útsjónarsemi hans á móti Barcelona bjó til fjórða markið sem kom Liverpool liðinu í úrslitaleikinn.

Alexander-Arnold er búinn að gefa 16 stoðsendingar á tímabilinu úr hægri bakvarðarstöðunni, tólf í ensku úrvalsdeildinni og fjórar í Meistaradeildinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.