Saga sumra þristanna gæti verið atriði úr spennumynd Kristján Már Unnarsson skrifar 22. maí 2019 23:00 Þristurinn Liberty var eyðimerkurstríðinu í Norður-Afríku. Hann tók einnig þátt í innrásinni í Normandí og þurfti viðgerð vegna kúlnagata á skrokknum. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Flug gömlu stríðsvélanna um Reykjavíkurflugvöll gæti náð hápunkti á morgun. Ferð þeirra átta þrista, sem enn eru ókomnir, er að tefjast vegna ísingar í kringum Grænland, en nú standa vonir til að meirihluti þeirra komist til Íslands á morgun. Fjallað var meira um þristaleiðangurinn í fréttum Stöðvar 2. Fyrir áhugamenn um flugsöguna hafa komur þristanna til Reykjavíkur síðustu daga verið sannkallaður hvalreki. Flugvélarnar eiga líka sumar svo ævintýralegan feril að baki að minnir á þekkt atriði úr kvikmyndum.Þessi vél var í flugferðum yfir Himalaya-fjöllum í stríðinu gegn Japönum.Vísir/Egill Aðalsteinsson.Þannig notaði bandaríski herinn vélina, sem nú kallast Spirit of Benovia, í flugi yfir Himalaya-fjöllum í stríðinu gegn Japönum. Eftir stríð hjálpaði hún svo kínverskum þjóðernissinnum að flýja til Taívan þegar kommúnistar náðu völdum í Kína. Bandaríska leynisþjónustan CIA nýtti vélina einnig til ýmissa leyniverkefna í Suðaustur-Asíu. Flugvélin, sem smíðuð var árið 1942, lenti í Reykjavík síðdegis í gær. Áætlað er að hún haldi á brott klukkan níu í fyrramálið.Bandaríska leyniþjónustan CIA notaði þessa vél í leyniverkefnum gegn kommúnistum í Suðaustur-Asíu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Flugvél, sem nú kallast Liberty, var í eyðimerkurstríðinu í Norður-Afríku en þaðan hröktu Bandamenn heri Rommels og var vélin þá lengst af með bækistöð í Alsír. Síðar tók hún þátt í innrásinni í Normandí og fór þá fjölda ferða með fallhlífahermenn og enn eru varðveittar viðgerðarnótur vegna kúlnagata á skrokknum eftir byssukúlur úr þeim orustum.Þessi fékk kúlnagöt á skrokkinn í innrásinni Í Normandí en áður var hún í eyðimerkurstríðinu í Norður-Afríku.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Eftir stríð var hún svo seld til einkaaðila sem notuðu hana lengst af í flugi með forstjóra stórfyrirtækja. Frá Reykjavík flaug hún til Skotlands í hádeginu í dag.Þristurinn Liberty á leið í flugtaksstöðu í hádeginu.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Sögufrægasta flugvélin, sú sem leiddi innrásina í Normandí og kallast „That's All, Brother", hélt einnig af landi brott í dag. Auk þess að vera forystuvél og fara fyrir 800 flugvélum á D-deginum árið 1944 flutti hún einnig fallhlífahermenn og dró svifflugur, fullar af hermönnum, inn fyrir víglínu óvinanna.Forystuvél innrásarinnar í Normandí í flugtaksbruni í morgunStöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Enn eru átta þristar ókomnir og var búist við sex þeirra til Íslands í dag. Þeir hafa hins vegar enn tafist á leiðinni vegna ísingarhættu og bíða flestir á Grænlandi. Stefnt er að því að þeim verði flogið áfram til Reykjavíkur í fyrramálið. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Þristarnir fresta för til morguns Þristarnir sex, sem búist var við til Íslands í kvöld, eru enn að tefjast vegna ísingarhættu á flugleiðinni milli Labrador og Grænlands. Ákváðu áhafnir þeirra nú síðdegis fresta fluginu til Íslands en gista þess í stað á Grænlandi í nótt. 22. maí 2019 18:45 Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Flug gömlu stríðsvélanna um Reykjavíkurflugvöll gæti náð hápunkti á morgun. Ferð þeirra átta þrista, sem enn eru ókomnir, er að tefjast vegna ísingar í kringum Grænland, en nú standa vonir til að meirihluti þeirra komist til Íslands á morgun. Fjallað var meira um þristaleiðangurinn í fréttum Stöðvar 2. Fyrir áhugamenn um flugsöguna hafa komur þristanna til Reykjavíkur síðustu daga verið sannkallaður hvalreki. Flugvélarnar eiga líka sumar svo ævintýralegan feril að baki að minnir á þekkt atriði úr kvikmyndum.Þessi vél var í flugferðum yfir Himalaya-fjöllum í stríðinu gegn Japönum.Vísir/Egill Aðalsteinsson.Þannig notaði bandaríski herinn vélina, sem nú kallast Spirit of Benovia, í flugi yfir Himalaya-fjöllum í stríðinu gegn Japönum. Eftir stríð hjálpaði hún svo kínverskum þjóðernissinnum að flýja til Taívan þegar kommúnistar náðu völdum í Kína. Bandaríska leynisþjónustan CIA nýtti vélina einnig til ýmissa leyniverkefna í Suðaustur-Asíu. Flugvélin, sem smíðuð var árið 1942, lenti í Reykjavík síðdegis í gær. Áætlað er að hún haldi á brott klukkan níu í fyrramálið.Bandaríska leyniþjónustan CIA notaði þessa vél í leyniverkefnum gegn kommúnistum í Suðaustur-Asíu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Flugvél, sem nú kallast Liberty, var í eyðimerkurstríðinu í Norður-Afríku en þaðan hröktu Bandamenn heri Rommels og var vélin þá lengst af með bækistöð í Alsír. Síðar tók hún þátt í innrásinni í Normandí og fór þá fjölda ferða með fallhlífahermenn og enn eru varðveittar viðgerðarnótur vegna kúlnagata á skrokknum eftir byssukúlur úr þeim orustum.Þessi fékk kúlnagöt á skrokkinn í innrásinni Í Normandí en áður var hún í eyðimerkurstríðinu í Norður-Afríku.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Eftir stríð var hún svo seld til einkaaðila sem notuðu hana lengst af í flugi með forstjóra stórfyrirtækja. Frá Reykjavík flaug hún til Skotlands í hádeginu í dag.Þristurinn Liberty á leið í flugtaksstöðu í hádeginu.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Sögufrægasta flugvélin, sú sem leiddi innrásina í Normandí og kallast „That's All, Brother", hélt einnig af landi brott í dag. Auk þess að vera forystuvél og fara fyrir 800 flugvélum á D-deginum árið 1944 flutti hún einnig fallhlífahermenn og dró svifflugur, fullar af hermönnum, inn fyrir víglínu óvinanna.Forystuvél innrásarinnar í Normandí í flugtaksbruni í morgunStöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Enn eru átta þristar ókomnir og var búist við sex þeirra til Íslands í dag. Þeir hafa hins vegar enn tafist á leiðinni vegna ísingarhættu og bíða flestir á Grænlandi. Stefnt er að því að þeim verði flogið áfram til Reykjavíkur í fyrramálið. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Þristarnir fresta för til morguns Þristarnir sex, sem búist var við til Íslands í kvöld, eru enn að tefjast vegna ísingarhættu á flugleiðinni milli Labrador og Grænlands. Ákváðu áhafnir þeirra nú síðdegis fresta fluginu til Íslands en gista þess í stað á Grænlandi í nótt. 22. maí 2019 18:45 Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00
Þristarnir fresta för til morguns Þristarnir sex, sem búist var við til Íslands í kvöld, eru enn að tefjast vegna ísingarhættu á flugleiðinni milli Labrador og Grænlands. Ákváðu áhafnir þeirra nú síðdegis fresta fluginu til Íslands en gista þess í stað á Grænlandi í nótt. 22. maí 2019 18:45
Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15