Innlent

Þristarnir fresta för til morguns

Kristján Már Unnarsson skrifar
Þessi þristur flaug frá Reykjavík í morgun til Bretlandseyja.
Þessi þristur flaug frá Reykjavík í morgun til Bretlandseyja. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.

Þristarnir sex, sem búist var við til Íslands í kvöld, eru enn að tefjast vegna ísingarhættu á flugleiðinni milli Labrador og Grænlands. Þannig seinkaði brottför fimm þrista það mikið frá Goose Bay til Grænlands í morgun að orðið var tæpt að þeir myndu ná til Reykjavíkur í kvöld.

Ákváðu áhafnir þeirra nú síðdegis að fresta fluginu til Íslands en gista þess í stað á Grænlandi í nótt. Þrjár vélanna eru í Narsarsuaq og tvær í Kangerlussuaq en stefnt er að brottför til Reykjavíkur í fyrramálið, samkvæmt upplýsingum Stefáns Smára Kristinssonar hjá flugþjónustunni ACE FBO, sem annast afgreiðslu vélanna hérlendis. 

Standist sú tímasetning, að vélarnar komist frá Grænlandi í fyrramálið, gætu þær farið á birtast í Reykjavík um miðjan dag á morgun. Vegna seinkana, sem þegar eru orðnar á leiðangrinum, er talið líklegt að áhafnir einhverra þeirra vilji strax halda áfram för til Bretlands að lokinni eldsneytisstöku og því verði aðeins stutt stopp í Reykjavík. 

Af þeim fjórtán þristum, sem búist var við til Íslands, eru átta ókomnir. Líklegt þykir að þeir síðustu verði á ferð um helgina.


Tengdar fréttir

Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur

Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.