Íslenski boltinn

Reyndu 77 sendingar inn í vítateig KA en töpuðu samt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Baldvinsson.
Guðjón Baldvinsson. Vísir/Bára

Stjörnumenn voru mjög framarlega í flestum tölfræðiþáttunum í 5. umferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta og það þrátt fyrir að ganga stigalausir af velli eftir tap á heimavelli á móti KA.

Þegar tölfræðigreining Instat er skoðuð nánar kemur ýmislegt athyglisvert í ljós úr þessum leik sem endaði 2-0 fyrir KA.

Það eru nokkur dæmi í tölfræðinni um yfirburði Stjörnuliðsins í þessum leik.

Stjörnumenn reyndu sem dæmi 77 sendingar inn í vítateig í leiknum og 37 þeirra heppnuðust. Næsta lið var með 43 sendingar inn í teig og 22 heppnaðar en mótherjar Garðabæjarliðsins í KA voru aðeins með 19 sendingar inn í teig og þar heppnuðust aðeins níu þeirra.

Stjarnan reyndi þannig 33 fyrirgjafir í leiknum á móti aðeins 8 hjá öllu KA-liðinu.

Stjörnumenn reyndu líka 22 skot á móti 8 hjá KA. Stjarnan var þar í 1. sæti yfir lið deildarinnar í fimmtu umferðinni en KA-liðið aðeins í 11. sæti. Varnarmenn KA komust fyrir ellefu af þessum skotum Stjörnunnar og þrjú þeirra enduðu í slá eða stöng.

Stjarnan og KA áttu aftur á móti jafnmörg skot á markið í leiknum en fjögur hvort lið.

Það sem meira er að liðin sköpuðu bæði fimm færi í leiknum og skot Garðbæinga voru því ekki að koma úr nógu góðum færum.

Stjörnuliðið var með boltann í 33 mínútur og 43 sekúndur eða 55,8 prósent leiktímans. KA-liðið var átta mínútum færra með boltann í leiknum.

Stjörnumenn höfðu líka betur í baráttunni því þeir unnu 56 prósent af tæklingum leiksins (68 á móti 54) sem og fleiri skallaeinvígi eða 28 á móti 22 sem gera líka 56 prósent.

Flestar reyndar sendingar liða inn í teig í 5. umferð Pepsi Max deildar karla:
(Tölur frá Instat)

77 - Stjarnan
43 - Valur og Fylkir
40 - KR
32 - ÍA
30 - Breiðablik og ÍBV
29 - Grindavík
28 - KA
23 - FH
19 - Víkingur og KA

Flestar reyndar sendingar leikmanna inn í teig í 5. umferð Pepsi Max deildar karla:
(Tölur frá Instat)

15 - Þórarinn Ingi Valdimarsson, Stjörnunni
15 - Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni
14 - Heiðar Ægisson, Stjörnunni
14 - Daði Ólafsson, Fylki
10 - Óskar Örn Hauksson, KR
10 - Guðjón Pétur Lýðsson, Breiðabliki

Flestar reyndar fyrirgjafir liða í 5. umferð Pepsi Max deildar karla:
(Tölur frá Instat)

33 - Stjarnan
24 - Fylkir
22 - ÍBV
19 - KR, HK og Breiðablik
16 - Valur
11 - ÍA
10 - Grindavík
8 - KA
7 - FH og Víkingur

Flestar reyndar fyrirgjafir leikmanna í 5. umferð Pepsi Max deildar karla:
(Tölur frá Instat)

8 - Heiðar Ægisson, Stjörnunni
8 - Þórarinn Ingi Valdimarsson, Stjörnunni
8 - Daði Ólafsson, Fylki
8 - Arnar Sveinn Geirsson, Brreiðabliki
7 - Þorsteinn Már Ragnarsson, StjörnunniAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.