Íslenski boltinn

Kristján Ómar hættur með Hauka

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kristján Ómar Björnsson er hættur með Hauka.
Kristján Ómar Björnsson er hættur með Hauka. vísir/anton

Kristján Ómar Björnsson hefur ákveðið að stíga til hliðar sem þjálfari Hauka í Inkasso-deild karla.

Þetta tilkynntu Haukar á vef sínum í kvöld en Hilmar Trausti Arnarson, aðstoðarþjáflari, og Hólmsteinn Gauti Sigurðsson, markmannsþjálfari, láta einnig af störfum.

Kristján Ómar tók við liðinu eftir tímabilið 2017 og stýrði liðinu á síðustu leiktíð þar sem liðið lenti í áttunda sæti deildarinnar.

Liðið hefur ekki farið sérstaklega vel af stað í Inkasso-deildinni þetta árið og er einungis með tvö stig eftir fyrstu fjóra leikina.

Búi Vilhjálmur Guðjónsson, þjálfari varaliðs Hauka, mun taka tímabundið við liðinu.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.