Íslenski boltinn

Þrír dómarar með flautuna í leik KA og ÍBV

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson var einn dómara kvöldsins.
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson var einn dómara kvöldsins. vísir/vilhelm

Það voru þrír dómarar sem voru með flautuna í leik KA og ÍBV í Pepsi Max-deild karla í dag en meiðsli gerðu það að verkum að skipta þurfti um dómara.

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson byrjaði á því að dæma leikinn en hann meiddist snemma leiks svo aðstoðardómarinn Gylfi Már Sigurðsson tók við flautunni og fjórði dómarinn Eðvarð Eðvarðsson fór á línuna.

Í hálfleik var hins vegar hringt í Sigurð Hjört Þrastarson sem er búsettur á Akureyri og dæmdi hann leikinn í síðari hálfleik. Gylfi fór því aftur á línuna og Eðvarð varð fjórði dómari á nýjan leik.

Eitthvað létu leikmennirnir þetta trufla sig því fyrsta markið kom ekki fyrr en á 76. mínútu og það síðara skömmu síðar. KA vann leikinn en Eyjamenn eru enn án sigurs í deildinni.

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.