Gagnrýnir málþóf Miðflokksins þrátt fyrir eigin andstöðu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 26. maí 2019 14:00 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Vísir/vilhelm Formaður Flokks fólksins gagnrýnir málþófið sem Miðflokkurinn hefur staðið fyrir á Alþingi um þriðja orkupakkann síðustu daga. Hún segir dapurt hvernig ásýnd þingsins sé út á við og senda eigi málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, Helga Vala Helgadóttir, þingmaður samfylkingarinnar og Bryndís Haraldsdóttir, varaforseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, voru gestir í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og ræddu þar ásýnd Alþingis. Þær töldu bagalegt að málefni rati í fjölmiðla áður en búið er að vinna þau hjá bæði hjá forsætisnefnd og siðanefnd Alþingis, augljóst sé að ekki ríki trúnaður í nefndum, þrátt fyrir að óskað hafi verið eftir því. „Þessi ásynd okkar út á við er auðvitað mjög sorgleg. Málþófið sem stendur yfir núna, siðanefndarmál endlaus. Þetta er allt eitthvað sem er mjög sorglegt og hleg held að við þurfum einhvernveginn öll að taka til okkar og velta fyrir okkur hvað við getum lagt að mörkum til að bæta ásýnd þingsins,“ sagði Bryndís um þingstörfin síðustu daga. Inga tók undir með henni og taldi einnig að Alþingi þyrfti að gera betur. Þar benti hún meðal annars á málþóf Miðflokksins. „Í rauninni er það ekki stjórnarandstaðan í málþófi núna, heldur er það einn flokkur sem er búinn að halda okkur í gíslingu. Ég segi þó að ég sé talsmaður þess og mun kjósa gegn orkupakka þrjú. Ég horfi á það allt öðrum augum en verið er að gera nú. Það er enginn áróðursherferð í mínum huga hvað lítur að þessum orkupakka. Ég vil bara segja við erum með frábæran samning sem er EES-samningurinn, við erum með frábæran samning sem hefur komið okkur þangað þar sem við erum efnahagslega. Það breytir ekki þeirri staðreynd að ég lít á það sem samning,” sagði Inga. Helga Vala nefndi svo mál Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Hann endurtók orðrétt ummæli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, samflokkskonu sinnar, sem siðanefnd þingsins taldi hafa brotið gegn siðareglum. Þau vörðuðu aksturspeninga Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Taldi Helga Vala að gegnsæi ætti að ríkja í málum eins og Ásmundar sem endurgreiddi hluta upphæðarinnar sem hann fékk frá Alþingi eftir ásakanir um að hann hefði fengið ofgreitt. Ekki ætti að skjóta sendiboðann. „Ég held að þegar rykið sest, ef það sest einhvern tímann, að við getum öll verið sammála um að þetta gegnsæi eigi að ríkja um allar endugreiðslur til okkar þingmanna. Ég held að við eigum einhvers staðar að þakka þá allavegana seiglu Björns Leví sem hætti ekki að spyrja,” sagði Helga Vala. Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir „Nú er rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson hafi dregið sér fé“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, notaði tækifærið undir liðnum störf þingins til þess að endurtaka nákvæmlega sömu setningu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mælti í stjórnmálaþættinum Silfrinu og siðanefnd Alþingis mat sem svo að bryti í báta við siðareglur þingmanna. 21. maí 2019 16:09 Þungbært að sitja undir ásökunum vegna aksturs Ásmundar Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skrifstofu Alþingis sem birt var í dag. 22. maí 2019 17:26 Segir núverandi fyrirkomulag siðanefndar ekki ganga upp Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í forsætisnefnd Alþingis, var gestur í Sprengisandi í dag. 26. maí 2019 12:26 Saka forseta Alþingis um að reyna að þreyta þá til uppgjafar Þingfundur hófst klukkan 15:30 í gær og stóð enn yfir klukkan hálf tíu í morgun. Þingmenn Miðflokksins hafa haldið uppi málþófi í tugi klukkustunda um þriðja orkupakkann. 25. maí 2019 09:34 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Sjá meira
Formaður Flokks fólksins gagnrýnir málþófið sem Miðflokkurinn hefur staðið fyrir á Alþingi um þriðja orkupakkann síðustu daga. Hún segir dapurt hvernig ásýnd þingsins sé út á við og senda eigi málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, Helga Vala Helgadóttir, þingmaður samfylkingarinnar og Bryndís Haraldsdóttir, varaforseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, voru gestir í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og ræddu þar ásýnd Alþingis. Þær töldu bagalegt að málefni rati í fjölmiðla áður en búið er að vinna þau hjá bæði hjá forsætisnefnd og siðanefnd Alþingis, augljóst sé að ekki ríki trúnaður í nefndum, þrátt fyrir að óskað hafi verið eftir því. „Þessi ásynd okkar út á við er auðvitað mjög sorgleg. Málþófið sem stendur yfir núna, siðanefndarmál endlaus. Þetta er allt eitthvað sem er mjög sorglegt og hleg held að við þurfum einhvernveginn öll að taka til okkar og velta fyrir okkur hvað við getum lagt að mörkum til að bæta ásýnd þingsins,“ sagði Bryndís um þingstörfin síðustu daga. Inga tók undir með henni og taldi einnig að Alþingi þyrfti að gera betur. Þar benti hún meðal annars á málþóf Miðflokksins. „Í rauninni er það ekki stjórnarandstaðan í málþófi núna, heldur er það einn flokkur sem er búinn að halda okkur í gíslingu. Ég segi þó að ég sé talsmaður þess og mun kjósa gegn orkupakka þrjú. Ég horfi á það allt öðrum augum en verið er að gera nú. Það er enginn áróðursherferð í mínum huga hvað lítur að þessum orkupakka. Ég vil bara segja við erum með frábæran samning sem er EES-samningurinn, við erum með frábæran samning sem hefur komið okkur þangað þar sem við erum efnahagslega. Það breytir ekki þeirri staðreynd að ég lít á það sem samning,” sagði Inga. Helga Vala nefndi svo mál Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Hann endurtók orðrétt ummæli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, samflokkskonu sinnar, sem siðanefnd þingsins taldi hafa brotið gegn siðareglum. Þau vörðuðu aksturspeninga Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Taldi Helga Vala að gegnsæi ætti að ríkja í málum eins og Ásmundar sem endurgreiddi hluta upphæðarinnar sem hann fékk frá Alþingi eftir ásakanir um að hann hefði fengið ofgreitt. Ekki ætti að skjóta sendiboðann. „Ég held að þegar rykið sest, ef það sest einhvern tímann, að við getum öll verið sammála um að þetta gegnsæi eigi að ríkja um allar endugreiðslur til okkar þingmanna. Ég held að við eigum einhvers staðar að þakka þá allavegana seiglu Björns Leví sem hætti ekki að spyrja,” sagði Helga Vala.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir „Nú er rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson hafi dregið sér fé“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, notaði tækifærið undir liðnum störf þingins til þess að endurtaka nákvæmlega sömu setningu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mælti í stjórnmálaþættinum Silfrinu og siðanefnd Alþingis mat sem svo að bryti í báta við siðareglur þingmanna. 21. maí 2019 16:09 Þungbært að sitja undir ásökunum vegna aksturs Ásmundar Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skrifstofu Alþingis sem birt var í dag. 22. maí 2019 17:26 Segir núverandi fyrirkomulag siðanefndar ekki ganga upp Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í forsætisnefnd Alþingis, var gestur í Sprengisandi í dag. 26. maí 2019 12:26 Saka forseta Alþingis um að reyna að þreyta þá til uppgjafar Þingfundur hófst klukkan 15:30 í gær og stóð enn yfir klukkan hálf tíu í morgun. Þingmenn Miðflokksins hafa haldið uppi málþófi í tugi klukkustunda um þriðja orkupakkann. 25. maí 2019 09:34 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Sjá meira
„Nú er rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson hafi dregið sér fé“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, notaði tækifærið undir liðnum störf þingins til þess að endurtaka nákvæmlega sömu setningu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mælti í stjórnmálaþættinum Silfrinu og siðanefnd Alþingis mat sem svo að bryti í báta við siðareglur þingmanna. 21. maí 2019 16:09
Þungbært að sitja undir ásökunum vegna aksturs Ásmundar Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skrifstofu Alþingis sem birt var í dag. 22. maí 2019 17:26
Segir núverandi fyrirkomulag siðanefndar ekki ganga upp Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í forsætisnefnd Alþingis, var gestur í Sprengisandi í dag. 26. maí 2019 12:26
Saka forseta Alþingis um að reyna að þreyta þá til uppgjafar Þingfundur hófst klukkan 15:30 í gær og stóð enn yfir klukkan hálf tíu í morgun. Þingmenn Miðflokksins hafa haldið uppi málþófi í tugi klukkustunda um þriðja orkupakkann. 25. maí 2019 09:34