Segir núverandi fyrirkomulag siðanefndar ekki ganga upp Sylvía Hall skrifar 26. maí 2019 12:26 „Þessi ásýnd okkar út á við er auðvitað mjög sorgleg,“ sagði Bryndís í Sprengisandi í dag. Vísir/Vilhelm Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í forsætisnefnd Alþingis, segir markmið núverandi ríkisstjórnar um að bæta vinnubrögð og ásýnd þingsins hafa gengið nokkuð vel. Núverandi fyrirkomulag siðanefndar þingsins gangi hins vegar ekki upp. Bryndís var á meðal gesta í Sprengisandi í dag þar sem hún ræddi stöðuna á þinginu ásamt þeim Helgu Völu Helgadóttur og Ingu Sæland. Voru þær sammála um að atburðir síðustu vikna hafi ekki verið til þess að auka álit almennings á Alþingi en hitamál á borð við málþóf Miðflokksins og álit siðanefndar um ummæli Þórhildar Sunnu hafa verið fyrirferðarmikil í umræðunni síðustu daga. „Þessi ásýnd okkar út á við er auðvitað mjög sorgleg,“ segir Bryndís í viðtalinu og segir þingmenn eiga að velta fyrir sér hvað þeir geti lagt af mörkum til þess að bæta ásýnd þingsins. Hún segir forsætisnefnd hafa markvisst unnið að því að auka gagnsæi í störfum þingsins sem sé sjálfsagt mál. Hins vegar sé það fyrirkomulag sem nú er á meðferð mála siðanefndar ekki vænlegt til árangurs. „Þetta fyrirkomulag sem var teiknað upp áður en að ég kom inn á þing og var klárað árið 2016, það gengur ekki upp. Það virkar þannig að forsætisnefnd tekur við kærum eða ásökunum um að einhver hafi brotið á siðareglum, það getur komið frá hverjum sem er hvort sem hann er aðili máls eða ekki,“ segir Bryndís. „Það er svo okkar að leggja mat hvort við eigum að leggja það fyrir siðanefnd og fá ráðgefandi álit. Svo kemur það til baka frá siðanefnd og þá er það okkar að taka ákvörðun um það hvort viðkomandi braut gegn siðareglunum eða ekki.“Siðanefnd taldi ummæli Þórhildar Sunnu brjóta gegn siðareglum þingsins. Vísir/Vilhelm„Ég skil mjög vel að fólkið þarna úti skilur ekki hvað við erum að gera“ Bryndís nefnir að eina niðurstaða siðanefndar til þessa sé sú að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hafi brotið siðareglur þingsins með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, þar sem hún sagði rökstuddan grun vera um að hann hafi dregið að sér almannafé. Bryndís hefur sjálf sagt sig frá frekari umfjöllun um mál Þórhildar Sunnu eftir ummæli sem hún lét falla í viðtali við RÚV þar sem hún sagði umræðuna um álit siðanefndar vera afar óheppilega. Hún sé þó ósátt við hvernig málið fór í fjölmiðla. „Það reitti mig til reiði að þegar við erum með þetta inni á okkar borði er eins og hefjist einhver fjölmiðlaáróður, einhver barátta í gegnum fjölmiðla,“ segir Bryndís og segir þá baráttu hafa verið af hálfu Pírata. Þrátt fyrir að Bryndísi sjálfri þyki ummælin vera alvarleg segir hún niðurstöðuna kannski koma mörgum á óvart í ljósi þess að nefndin hefur vísað málum frá sem mörgum gæti þótt alvarlegri en ummæli Þórhildar Sunnu. Það sé því mjög skiljanlegt að fólk skilji ekki störf nefndarinnar. „Á sama tíma höfum við verið að afgreiða frá okkur mál sem tengjast alvarlegu kynferðislegu áreiti þingmanns og það er sagt að það sé ekki brot á siðareglum,“ segir Bryndís og vísar þar til máls Ágústs Ólafs en í lok aprílmánaðar komst siðanefndin að þeirri niðurstöðu að mál hans yrði ekki tekið til umfjöllunar. Ágúst Ólafur var áminntur af siðanefnd Samfylkingarinnar í haust fyrir að áreita konu kynferðislega. Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér að neðan. Alþingi Sprengisandur Tengdar fréttir Þórhildur skilar greinargerð til forsætisnefndar Forsætisnefnd Alþingis fundar kl. 11.45 í dag þar sem gera má ráð fyrir að ráðgefandi álit siðanefndar Alþingis um ummæli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur verði til umræðu. 20. maí 2019 06:00 „Nú er rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson hafi dregið sér fé“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, notaði tækifærið undir liðnum störf þingins til þess að endurtaka nákvæmlega sömu setningu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mælti í stjórnmálaþættinum Silfrinu og siðanefnd Alþingis mat sem svo að bryti í báta við siðareglur þingmanna. 21. maí 2019 16:09 Þungbært að sitja undir ásökunum vegna aksturs Ásmundar Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skrifstofu Alþingis sem birt var í dag. 22. maí 2019 17:26 Framsóknarkonur fordæma niðurstöðu siðanefndar í ljósi Klaustursmálsins Þetta kemur fram í tilkynningu sem LFK sendi frá sér í gærkvöldi. 18. maí 2019 10:46 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í forsætisnefnd Alþingis, segir markmið núverandi ríkisstjórnar um að bæta vinnubrögð og ásýnd þingsins hafa gengið nokkuð vel. Núverandi fyrirkomulag siðanefndar þingsins gangi hins vegar ekki upp. Bryndís var á meðal gesta í Sprengisandi í dag þar sem hún ræddi stöðuna á þinginu ásamt þeim Helgu Völu Helgadóttur og Ingu Sæland. Voru þær sammála um að atburðir síðustu vikna hafi ekki verið til þess að auka álit almennings á Alþingi en hitamál á borð við málþóf Miðflokksins og álit siðanefndar um ummæli Þórhildar Sunnu hafa verið fyrirferðarmikil í umræðunni síðustu daga. „Þessi ásýnd okkar út á við er auðvitað mjög sorgleg,“ segir Bryndís í viðtalinu og segir þingmenn eiga að velta fyrir sér hvað þeir geti lagt af mörkum til þess að bæta ásýnd þingsins. Hún segir forsætisnefnd hafa markvisst unnið að því að auka gagnsæi í störfum þingsins sem sé sjálfsagt mál. Hins vegar sé það fyrirkomulag sem nú er á meðferð mála siðanefndar ekki vænlegt til árangurs. „Þetta fyrirkomulag sem var teiknað upp áður en að ég kom inn á þing og var klárað árið 2016, það gengur ekki upp. Það virkar þannig að forsætisnefnd tekur við kærum eða ásökunum um að einhver hafi brotið á siðareglum, það getur komið frá hverjum sem er hvort sem hann er aðili máls eða ekki,“ segir Bryndís. „Það er svo okkar að leggja mat hvort við eigum að leggja það fyrir siðanefnd og fá ráðgefandi álit. Svo kemur það til baka frá siðanefnd og þá er það okkar að taka ákvörðun um það hvort viðkomandi braut gegn siðareglunum eða ekki.“Siðanefnd taldi ummæli Þórhildar Sunnu brjóta gegn siðareglum þingsins. Vísir/Vilhelm„Ég skil mjög vel að fólkið þarna úti skilur ekki hvað við erum að gera“ Bryndís nefnir að eina niðurstaða siðanefndar til þessa sé sú að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hafi brotið siðareglur þingsins með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, þar sem hún sagði rökstuddan grun vera um að hann hafi dregið að sér almannafé. Bryndís hefur sjálf sagt sig frá frekari umfjöllun um mál Þórhildar Sunnu eftir ummæli sem hún lét falla í viðtali við RÚV þar sem hún sagði umræðuna um álit siðanefndar vera afar óheppilega. Hún sé þó ósátt við hvernig málið fór í fjölmiðla. „Það reitti mig til reiði að þegar við erum með þetta inni á okkar borði er eins og hefjist einhver fjölmiðlaáróður, einhver barátta í gegnum fjölmiðla,“ segir Bryndís og segir þá baráttu hafa verið af hálfu Pírata. Þrátt fyrir að Bryndísi sjálfri þyki ummælin vera alvarleg segir hún niðurstöðuna kannski koma mörgum á óvart í ljósi þess að nefndin hefur vísað málum frá sem mörgum gæti þótt alvarlegri en ummæli Þórhildar Sunnu. Það sé því mjög skiljanlegt að fólk skilji ekki störf nefndarinnar. „Á sama tíma höfum við verið að afgreiða frá okkur mál sem tengjast alvarlegu kynferðislegu áreiti þingmanns og það er sagt að það sé ekki brot á siðareglum,“ segir Bryndís og vísar þar til máls Ágústs Ólafs en í lok aprílmánaðar komst siðanefndin að þeirri niðurstöðu að mál hans yrði ekki tekið til umfjöllunar. Ágúst Ólafur var áminntur af siðanefnd Samfylkingarinnar í haust fyrir að áreita konu kynferðislega. Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Sprengisandur Tengdar fréttir Þórhildur skilar greinargerð til forsætisnefndar Forsætisnefnd Alþingis fundar kl. 11.45 í dag þar sem gera má ráð fyrir að ráðgefandi álit siðanefndar Alþingis um ummæli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur verði til umræðu. 20. maí 2019 06:00 „Nú er rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson hafi dregið sér fé“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, notaði tækifærið undir liðnum störf þingins til þess að endurtaka nákvæmlega sömu setningu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mælti í stjórnmálaþættinum Silfrinu og siðanefnd Alþingis mat sem svo að bryti í báta við siðareglur þingmanna. 21. maí 2019 16:09 Þungbært að sitja undir ásökunum vegna aksturs Ásmundar Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skrifstofu Alþingis sem birt var í dag. 22. maí 2019 17:26 Framsóknarkonur fordæma niðurstöðu siðanefndar í ljósi Klaustursmálsins Þetta kemur fram í tilkynningu sem LFK sendi frá sér í gærkvöldi. 18. maí 2019 10:46 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Þórhildur skilar greinargerð til forsætisnefndar Forsætisnefnd Alþingis fundar kl. 11.45 í dag þar sem gera má ráð fyrir að ráðgefandi álit siðanefndar Alþingis um ummæli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur verði til umræðu. 20. maí 2019 06:00
„Nú er rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson hafi dregið sér fé“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, notaði tækifærið undir liðnum störf þingins til þess að endurtaka nákvæmlega sömu setningu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mælti í stjórnmálaþættinum Silfrinu og siðanefnd Alþingis mat sem svo að bryti í báta við siðareglur þingmanna. 21. maí 2019 16:09
Þungbært að sitja undir ásökunum vegna aksturs Ásmundar Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skrifstofu Alþingis sem birt var í dag. 22. maí 2019 17:26
Framsóknarkonur fordæma niðurstöðu siðanefndar í ljósi Klaustursmálsins Þetta kemur fram í tilkynningu sem LFK sendi frá sér í gærkvöldi. 18. maí 2019 10:46