Þungbært að sitja undir ásökunum vegna aksturs Ásmundar Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. maí 2019 17:26 Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, skrifar undir yfirlýsinguna. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Það er starfsmönnum skrifstofu Alþingis þungbært að sitja undir ásökunum um að greiða tilhæfulausa reikninga og gæta ekki að meðferð almannafjár í tengslum við akstursgreiðslur Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skrifstofu Alþingis sem birt var í dag. Yfirlýsingin er send út í tilefni af umræðu á þingfundi í gær, 21. maí, þar sem Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata, hélt því fram að rökstuddur grunur væri um að Ásmundur hefði dregið sér almannafé og að engin viðbrögð hafi verið í þá átt að setja á fót rannsókn á því. Þannig endurtók Björn Leví nákvæmlega sömu setningu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, samflokksmaður hans, sem siðanefnd Alþingis dæmdi brotlega við siðareglur þingmanna.Sjá einnig: „Nú er rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson hafi dregið sér fé“ Í yfirlýsingunni segir að skrifstofa Alþingis hafi þann 5. desember 2018 skilað greinargerð um þróun og framkvæmd laga og reglna um þingfararkostnað og var hún birt á vef Alþingis. Engar vísbendingar hafi fundist í akstursbók Ásmundar sem vöktu grun um misferli. „Skrifstofan hefur engin gögn sem benda til þess að rangt hafi verið haft við og röngum eða tilhæfulausum reikningum verið skilað inn til endurgreiðslu. Skrifstofan gerir athugasemdir ef skil á gögnum eru ekki í samræmi við gildandi reglur hverju sinni. Þegar þetta tiltekna mál kom til forsætisnefndar í annað sinn gerði skrifstofan á ný athugun á akstursbók Ásmundar en þar var ekkert að finna sem vakti grun um misferli,“ segir í yfirlýsingunni. Þá sé rétt að Ásmundur hafi endurgreitt að eigin frumkvæði akstursgreiðslur sem hann hafði fengið þegar hann var í þáttagerð fyrir ÍNN. Þingmaðurinn hafi jafnframt viðurkennt að það hefðu verið mistök að leggja inn beiðni um endurgreiðslu fyrir þann akstur. „Hafa ber í huga að akstursgreiðslur Ásmundar Friðrikssonar eru tvíþættar. Annars vegar samningsbundinn „heimanakstur“, þ.e. akstur frá heimili að þingstað yfir þingtímann, eins og gildir um marga landsbyggðarþingmenn nærri höfuðborgarsvæðinu, gegn því að þeir afsali sér greiðslu húsnæðiskostnaðar, og hins vegar endurgreiðslur fyrir akstur á fundi og viðburði í kjördæmi,“ segir í yfirlýsingunni. „Það er starfsmönnum skrifstofu Alþingis þungbært að sitja undir ásökunum um að greiða tilhæfulausa reikninga og gæta ekki að meðferð almannafjár.“ Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Þórhildur skilar greinargerð til forsætisnefndar Forsætisnefnd Alþingis fundar kl. 11.45 í dag þar sem gera má ráð fyrir að ráðgefandi álit siðanefndar Alþingis um ummæli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur verði til umræðu. 20. maí 2019 06:00 „Nú er rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson hafi dregið sér fé“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, notaði tækifærið undir liðnum störf þingins til þess að endurtaka nákvæmlega sömu setningu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mælti í stjórnmálaþættinum Silfrinu og siðanefnd Alþingis mat sem svo að bryti í báta við siðareglur þingmanna. 21. maí 2019 16:09 Ótrúverðug rök siðanefndar um Björn og Þórhildi Sunnu Jón Ólafsson, prófessor og formaður nefndar um traust á stjórnmálum, furðar sig á áliti siðanefndar Alþingis um brot Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur. Hann segir niðurstöðuna ótrúverðuga. 18. maí 2019 07:00 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Sjá meira
Það er starfsmönnum skrifstofu Alþingis þungbært að sitja undir ásökunum um að greiða tilhæfulausa reikninga og gæta ekki að meðferð almannafjár í tengslum við akstursgreiðslur Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skrifstofu Alþingis sem birt var í dag. Yfirlýsingin er send út í tilefni af umræðu á þingfundi í gær, 21. maí, þar sem Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata, hélt því fram að rökstuddur grunur væri um að Ásmundur hefði dregið sér almannafé og að engin viðbrögð hafi verið í þá átt að setja á fót rannsókn á því. Þannig endurtók Björn Leví nákvæmlega sömu setningu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, samflokksmaður hans, sem siðanefnd Alþingis dæmdi brotlega við siðareglur þingmanna.Sjá einnig: „Nú er rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson hafi dregið sér fé“ Í yfirlýsingunni segir að skrifstofa Alþingis hafi þann 5. desember 2018 skilað greinargerð um þróun og framkvæmd laga og reglna um þingfararkostnað og var hún birt á vef Alþingis. Engar vísbendingar hafi fundist í akstursbók Ásmundar sem vöktu grun um misferli. „Skrifstofan hefur engin gögn sem benda til þess að rangt hafi verið haft við og röngum eða tilhæfulausum reikningum verið skilað inn til endurgreiðslu. Skrifstofan gerir athugasemdir ef skil á gögnum eru ekki í samræmi við gildandi reglur hverju sinni. Þegar þetta tiltekna mál kom til forsætisnefndar í annað sinn gerði skrifstofan á ný athugun á akstursbók Ásmundar en þar var ekkert að finna sem vakti grun um misferli,“ segir í yfirlýsingunni. Þá sé rétt að Ásmundur hafi endurgreitt að eigin frumkvæði akstursgreiðslur sem hann hafði fengið þegar hann var í þáttagerð fyrir ÍNN. Þingmaðurinn hafi jafnframt viðurkennt að það hefðu verið mistök að leggja inn beiðni um endurgreiðslu fyrir þann akstur. „Hafa ber í huga að akstursgreiðslur Ásmundar Friðrikssonar eru tvíþættar. Annars vegar samningsbundinn „heimanakstur“, þ.e. akstur frá heimili að þingstað yfir þingtímann, eins og gildir um marga landsbyggðarþingmenn nærri höfuðborgarsvæðinu, gegn því að þeir afsali sér greiðslu húsnæðiskostnaðar, og hins vegar endurgreiðslur fyrir akstur á fundi og viðburði í kjördæmi,“ segir í yfirlýsingunni. „Það er starfsmönnum skrifstofu Alþingis þungbært að sitja undir ásökunum um að greiða tilhæfulausa reikninga og gæta ekki að meðferð almannafjár.“
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Þórhildur skilar greinargerð til forsætisnefndar Forsætisnefnd Alþingis fundar kl. 11.45 í dag þar sem gera má ráð fyrir að ráðgefandi álit siðanefndar Alþingis um ummæli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur verði til umræðu. 20. maí 2019 06:00 „Nú er rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson hafi dregið sér fé“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, notaði tækifærið undir liðnum störf þingins til þess að endurtaka nákvæmlega sömu setningu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mælti í stjórnmálaþættinum Silfrinu og siðanefnd Alþingis mat sem svo að bryti í báta við siðareglur þingmanna. 21. maí 2019 16:09 Ótrúverðug rök siðanefndar um Björn og Þórhildi Sunnu Jón Ólafsson, prófessor og formaður nefndar um traust á stjórnmálum, furðar sig á áliti siðanefndar Alþingis um brot Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur. Hann segir niðurstöðuna ótrúverðuga. 18. maí 2019 07:00 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Sjá meira
Þórhildur skilar greinargerð til forsætisnefndar Forsætisnefnd Alþingis fundar kl. 11.45 í dag þar sem gera má ráð fyrir að ráðgefandi álit siðanefndar Alþingis um ummæli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur verði til umræðu. 20. maí 2019 06:00
„Nú er rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson hafi dregið sér fé“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, notaði tækifærið undir liðnum störf þingins til þess að endurtaka nákvæmlega sömu setningu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mælti í stjórnmálaþættinum Silfrinu og siðanefnd Alþingis mat sem svo að bryti í báta við siðareglur þingmanna. 21. maí 2019 16:09
Ótrúverðug rök siðanefndar um Björn og Þórhildi Sunnu Jón Ólafsson, prófessor og formaður nefndar um traust á stjórnmálum, furðar sig á áliti siðanefndar Alþingis um brot Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur. Hann segir niðurstöðuna ótrúverðuga. 18. maí 2019 07:00
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent