Útlit fyrir lykilstöðu Græningja og ALDE eftir Evrópuþingskosningarnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. maí 2019 23:30 Mikil spenna var í aðdraganda kosninganna. Vísir/Getty Líklegt er að Græningjar og ALDE, samtök frjálslyndra stjórnmálaflokka í Evrópu, verði í lykilstöðu eftir að búið verði að telja að öll atkvæði í Evrópuþingskosningunum sem luku í dag, vilji stjórnmálabandalögin sem leitt hafa þingið undanfarin ár halda völdum. Kosið var til Evrópuþingsins í tuttugu og einu af tuttugu og átta aðildarríkjum Evrópusambandsins í dag en kosningarnar fóru fram í hinum sjö aðildarríkjunum fyrr í vikunni. Stærstu bandalögin tvö á þingi, EPP - Bandalag hófsamra hægri flokka á Evrópuþinginu og PES - bandalag Sósíaldemókrata, Sósíalista og annara slíkra flokka, hafa undanfarna áratugi ráðið ferðinni á þinginu, frá árinu 2014 með hjálp ALDE. Útlit er hins vegar að EPP og PES hafi bæði tapað fjölda þingmanna, útgönguspár gera ráð fyrir að þingmönnum EPP fækki úr 221 í 178 og PES missir 38 þingsæti, fer úr 191 í 152 sæti. Í frétt Guardian segir að vilji bandalögin tvö halda völdum á þinginu þurfi þau líklega að leita til Græninga og ALDE, sem bættu við sig töluverðu fylgi frá síðustu kosningum. Gert er ráð fyrir að ALDE bæti sig við 28 sætum og verði þriðja stærsta bandalagið á Evrópuþinginu með 105 þingmenn. Græningar sóttu einnig víða í sig veðrið og gera útgönguspár fyrir að þingmenn Græningja verði 67 og bæta þeir þá við sig 17 sætum.Popúlistar á siglingu Líklegt er að hægri þjóðernisflokkar hafi bætt við sig fylgi í kosningunum en þeim hafði verið spáð góðu gengi. Í Frakklandi lýsti Marine Le Pen, leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar yfir sigri en flokkur hennar er meðlimur í MENF-bandalaginu. Útlit er fyrir að það fái 54 sæti og bæti við sig sex sætum.Farage var sáttur með kosningu eigin flokks.Vísir/Getty.EDFF-bandalagið sem leitt er af Nigel Farage, leiðtoga Brexit-flokksins í Bretlandi, fær 57 sæti samkvæmt útgönguspám og því. Útlit er fyrir að Brexit-flokkurinn verði stærsti einstaki flokkurinn á Evrópuþinginu með á þriðja tug þingmanna. Þrátt fyrir að hægri þjóðernisflokkar muni bæta við sig fylgi er ekki búist við öðru en að EPP og PES myndi áfram meirihluta en nú með aðstoð Græningja og ALDE. Það kom í það minnsta fram í máli Manfred Weber, leiðtoga EPP og frambjóðandi bandalagsins til forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. „Við í EPP finnum ekki fyrir mikilli sigurtilfinningu vegna þess að við erum að tapa sætum. Við erum samt ánægð með að vera stærsto hópurinn á Evrópuþinginu,“ sagði Weber og bætti við að hann myndi fljótlega hefja viðræður við Græningja og ALDE um að mynda meirihluta á þinginu. Ekki er gert ráð fyrir að úrslit liggi endanlega fyrir fyrr en á morgun en fyrir áhugasama má fylgjast með gangi mála á vef Guardian og á vef BBC. Evrópusambandið Tengdar fréttir Popúlistar vonast eftir sigri í Evrópuþingkosningum í kvöld Þótt hægri þjóðernisflokkar séu líklegir til að bæta við sig fylgi í kosningum til Evrópuþingsins sem lýkur í kvöld, bendir allt til að fulltrúar miðjuflokka til hægri og vinstri ráði áfram ferðinni á þinginu. 26. maí 2019 19:55 Farage og félagar á feikimiklu flugi Brexitflokkurinn mælist langstærstur fyrir Evrópuþingskosningar sem fara fram í Bretlandi í dag. Flokkurinn vill með sigri senda skýr skilaboð um útgöngumálið. 23. maí 2019 06:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Sjá meira
Líklegt er að Græningjar og ALDE, samtök frjálslyndra stjórnmálaflokka í Evrópu, verði í lykilstöðu eftir að búið verði að telja að öll atkvæði í Evrópuþingskosningunum sem luku í dag, vilji stjórnmálabandalögin sem leitt hafa þingið undanfarin ár halda völdum. Kosið var til Evrópuþingsins í tuttugu og einu af tuttugu og átta aðildarríkjum Evrópusambandsins í dag en kosningarnar fóru fram í hinum sjö aðildarríkjunum fyrr í vikunni. Stærstu bandalögin tvö á þingi, EPP - Bandalag hófsamra hægri flokka á Evrópuþinginu og PES - bandalag Sósíaldemókrata, Sósíalista og annara slíkra flokka, hafa undanfarna áratugi ráðið ferðinni á þinginu, frá árinu 2014 með hjálp ALDE. Útlit er hins vegar að EPP og PES hafi bæði tapað fjölda þingmanna, útgönguspár gera ráð fyrir að þingmönnum EPP fækki úr 221 í 178 og PES missir 38 þingsæti, fer úr 191 í 152 sæti. Í frétt Guardian segir að vilji bandalögin tvö halda völdum á þinginu þurfi þau líklega að leita til Græninga og ALDE, sem bættu við sig töluverðu fylgi frá síðustu kosningum. Gert er ráð fyrir að ALDE bæti sig við 28 sætum og verði þriðja stærsta bandalagið á Evrópuþinginu með 105 þingmenn. Græningar sóttu einnig víða í sig veðrið og gera útgönguspár fyrir að þingmenn Græningja verði 67 og bæta þeir þá við sig 17 sætum.Popúlistar á siglingu Líklegt er að hægri þjóðernisflokkar hafi bætt við sig fylgi í kosningunum en þeim hafði verið spáð góðu gengi. Í Frakklandi lýsti Marine Le Pen, leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar yfir sigri en flokkur hennar er meðlimur í MENF-bandalaginu. Útlit er fyrir að það fái 54 sæti og bæti við sig sex sætum.Farage var sáttur með kosningu eigin flokks.Vísir/Getty.EDFF-bandalagið sem leitt er af Nigel Farage, leiðtoga Brexit-flokksins í Bretlandi, fær 57 sæti samkvæmt útgönguspám og því. Útlit er fyrir að Brexit-flokkurinn verði stærsti einstaki flokkurinn á Evrópuþinginu með á þriðja tug þingmanna. Þrátt fyrir að hægri þjóðernisflokkar muni bæta við sig fylgi er ekki búist við öðru en að EPP og PES myndi áfram meirihluta en nú með aðstoð Græningja og ALDE. Það kom í það minnsta fram í máli Manfred Weber, leiðtoga EPP og frambjóðandi bandalagsins til forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. „Við í EPP finnum ekki fyrir mikilli sigurtilfinningu vegna þess að við erum að tapa sætum. Við erum samt ánægð með að vera stærsto hópurinn á Evrópuþinginu,“ sagði Weber og bætti við að hann myndi fljótlega hefja viðræður við Græningja og ALDE um að mynda meirihluta á þinginu. Ekki er gert ráð fyrir að úrslit liggi endanlega fyrir fyrr en á morgun en fyrir áhugasama má fylgjast með gangi mála á vef Guardian og á vef BBC.
Evrópusambandið Tengdar fréttir Popúlistar vonast eftir sigri í Evrópuþingkosningum í kvöld Þótt hægri þjóðernisflokkar séu líklegir til að bæta við sig fylgi í kosningum til Evrópuþingsins sem lýkur í kvöld, bendir allt til að fulltrúar miðjuflokka til hægri og vinstri ráði áfram ferðinni á þinginu. 26. maí 2019 19:55 Farage og félagar á feikimiklu flugi Brexitflokkurinn mælist langstærstur fyrir Evrópuþingskosningar sem fara fram í Bretlandi í dag. Flokkurinn vill með sigri senda skýr skilaboð um útgöngumálið. 23. maí 2019 06:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Sjá meira
Popúlistar vonast eftir sigri í Evrópuþingkosningum í kvöld Þótt hægri þjóðernisflokkar séu líklegir til að bæta við sig fylgi í kosningum til Evrópuþingsins sem lýkur í kvöld, bendir allt til að fulltrúar miðjuflokka til hægri og vinstri ráði áfram ferðinni á þinginu. 26. maí 2019 19:55
Farage og félagar á feikimiklu flugi Brexitflokkurinn mælist langstærstur fyrir Evrópuþingskosningar sem fara fram í Bretlandi í dag. Flokkurinn vill með sigri senda skýr skilaboð um útgöngumálið. 23. maí 2019 06:00
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“