Erlent

Gömlu valdablokkirnar töpuðu taki á Evrópuþinginu

Andri Eysteinsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Kosið var til Evrópuþings í vikunni.
Kosið var til Evrópuþings í vikunni. Getty/Thierry Monasse

Gömlu valdablokkirnar á Evrópuþinginu hafa tapað taki sínu á þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru í gær, en kosið var til Evrópuþingsins í tuttugu og einu af tuttugu og átta aðildarríkjum Evrópusambandsins í gær en kosið var í hinum sjö aðildarríkjunum fyrr í vikunni.

EPP, Bandalag mið og hægriflokka tapaði fylgi en er þó eftir sem áður stærsta bandalagið á þinginu og er búist við því að EPP myndi samsteypustjórn sem yrði áfram hliðholl Evrópusambandinu.

Þjóðernissinnaðir flokkar unnu mikið á í kosningunum, sérstaklega í Bretlandi, Frakklandi og á Ítalíu en Frjálsyndir og Umhverfissinnaðir flokkar bættu einnig við sig fylgi.

Eins og áður sagði er talið líklegt að samsteypustjórn verði mynduð og líklega þá svokölluð stórsamsteypustjórn með hinni gömlu valdablokkinni, Sósíalistum og demókrötum, sem nyti síðan stuðnings Græningja og frjálslyndra.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.