Íslenski boltinn

Pepsi Max-mörkin: Var þetta rautt spjald á Sölva?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sölvi kvartar í aðstoðardómaranum sem lét reka hann af velli.
Sölvi kvartar í aðstoðardómaranum sem lét reka hann af velli.
Víkingurinn Sölvi Geir Ottesen var rekinn af velli á 77. mínútu í leiknum gegn KR og sitt sýnist hverjum um þann dóm.

Sölvi var að kljást við Pálma Rafn Pálmason í teig KR-inga og lyftir höndinni með þeim afleiðingum að Pálmi fær olnbogann á honum í andlitið. Það er svo aðstoðardómarinn, Jóhann Gunnar Guðmundsson, sem gefur Pétri Guðmundssyni dómara upplýsingar um þetta atvik.

„Eftir að hafa séð þetta nokkrum sinnum þá held ég að Sölvi sé ekki að reyna þetta eða ýta frá sér,“ segir Þorvaldur Örlygsson, sérfræðingur Pepsi Max-markanna.

„Hann vissulega fer í andlitið á honum en ég vil ekki meina að hann sé að reyna að slá hann. Langt í frá.“

Sjá má þetta atvik hér að neðan.



Klippa: Pepsi Max mörkin: Sölvi Geir fær að líta rauða spjaldið

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×