Verri byrjun en hjá öllum öðrum Íslandsmeisturum síðan farið var að gefa þrjú stig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2019 13:00 Andri Rafn Yeoman skorar sigurmark Blika á móti Val. Vísir/Vilhelm Valsmenn eru búnir að tryggja sér óvinsælt met með þessari skelfilegu byrjun sinni í Pepsi Max deild karla. Engin titilvörn hefur byrjað jafnilla síðan farið var að gefa þrjú stig fyrir sigur sumarið 1984. Valsmenn slógu met Skagamanna frá árinu 2002. Skagamenn fengu aðeins fimm stig í fyrstu sex umferðunum sumarið 2002 en Valsmenn eru aðeins með fjögur stig eftir sex fyrstu leiki sína í sumar. Lærisveinar Ólafs Jóhannessonar hafa tapað fjórum af fyrstu sex leikjum sínum og þegar lent níu sinnum undir í leikjum sínum. Skagamenn höfðu fyrir sautján árum síðan slegið met Víkinga frá 1992 og KA-manna frá 1990. Öll þessu þrjú lið sem áttu áður metið höfðu unnið frekar óvænta sigra sumarið á undan. KA var spáð fimmta sæti þegar liðið vann titilinn 1989, Víkingi var spáð fjórða sæti þegar liðið vann titilinn 1991 og ÍA var spáð fimmta sæti þegar liðið vann titilinn 2002. Valsmenn unnu Íslandsmeistaratitilinn hins vegar annað árið í röð síðasta haust og var spáð Íslandsmeistaratitlinum bæði í ár og í fyrra. Skagamenn enduðu í fimmta sæti sumarið 2002 eftir að hafa tekið aðeins við sér en bæði Víkingsliðið frá 1992 og KA-liðið frá 1990 rétt sluppu við fall í sinni titilvörn. KA endaði í áttunda sæti haustið 1990 og Víkingar í sjöunda sæti en Víkingsliðið bjargaði sér þó ekki frá falli fyrr en í lokaumferðinni. Það er líka mjög fróðlegt að bera saman þessa byrjun og þegar Ólafur Jóhannesson hefur áður verið í titilvörn með lið sitt. Þetta er hans fimmta titilvörn og í hinum fjórum hafði hann aðeins samanlagt tapað einum leik í fyrstu sex umferðunum. Það tap kom einmitt í Grindavík í fyrra. Þegar hann var í titilvörnunum með FH-liðinu frá 2005 til 2007 þá tapaði liðið ekki einum leik í sex fyrstu umferðunum og náði í 50 stig af 54 mögulegum eða 93 prósent stiga í boði.Fæst stig Íslandsmeistara í fyrstu sex leikjunum í titilvörn(Frá því að 3ja stiga reglan var tekin upp 1984) 4 - Valur 2019 5 - ÍA 2002 6 - Víkingur R. 1992 6 - KA 1990 7 - Breiðablik 2011 7 - KR 2001 8 - FH 2010 8 - KR 2003 8 - Valur 1988 8 - Fram 1987Tapleikir í fyrstu sex leikjunum í titilvörnum Ólafs Jóhannessonar: 2019 með Val - 4 tapleikir í 6 leikjum (4 stig og -3 í markatölu) 2018 með Val - 1 tapleikur í 6 leikjum (9 stig og +1 í markatölu) 2007 með FH - 0 tapleikir í 6 leikjum (16 stig og +10 í markatölu) 2006 með FH - 0 tapleikir í 6 leikjum (16 stig og +8 í markatölu) 2005 með FH - 0 tapleikir í 6 leikjum (18 stig og +14 í markatölu) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira
Valsmenn eru búnir að tryggja sér óvinsælt met með þessari skelfilegu byrjun sinni í Pepsi Max deild karla. Engin titilvörn hefur byrjað jafnilla síðan farið var að gefa þrjú stig fyrir sigur sumarið 1984. Valsmenn slógu met Skagamanna frá árinu 2002. Skagamenn fengu aðeins fimm stig í fyrstu sex umferðunum sumarið 2002 en Valsmenn eru aðeins með fjögur stig eftir sex fyrstu leiki sína í sumar. Lærisveinar Ólafs Jóhannessonar hafa tapað fjórum af fyrstu sex leikjum sínum og þegar lent níu sinnum undir í leikjum sínum. Skagamenn höfðu fyrir sautján árum síðan slegið met Víkinga frá 1992 og KA-manna frá 1990. Öll þessu þrjú lið sem áttu áður metið höfðu unnið frekar óvænta sigra sumarið á undan. KA var spáð fimmta sæti þegar liðið vann titilinn 1989, Víkingi var spáð fjórða sæti þegar liðið vann titilinn 1991 og ÍA var spáð fimmta sæti þegar liðið vann titilinn 2002. Valsmenn unnu Íslandsmeistaratitilinn hins vegar annað árið í röð síðasta haust og var spáð Íslandsmeistaratitlinum bæði í ár og í fyrra. Skagamenn enduðu í fimmta sæti sumarið 2002 eftir að hafa tekið aðeins við sér en bæði Víkingsliðið frá 1992 og KA-liðið frá 1990 rétt sluppu við fall í sinni titilvörn. KA endaði í áttunda sæti haustið 1990 og Víkingar í sjöunda sæti en Víkingsliðið bjargaði sér þó ekki frá falli fyrr en í lokaumferðinni. Það er líka mjög fróðlegt að bera saman þessa byrjun og þegar Ólafur Jóhannesson hefur áður verið í titilvörn með lið sitt. Þetta er hans fimmta titilvörn og í hinum fjórum hafði hann aðeins samanlagt tapað einum leik í fyrstu sex umferðunum. Það tap kom einmitt í Grindavík í fyrra. Þegar hann var í titilvörnunum með FH-liðinu frá 2005 til 2007 þá tapaði liðið ekki einum leik í sex fyrstu umferðunum og náði í 50 stig af 54 mögulegum eða 93 prósent stiga í boði.Fæst stig Íslandsmeistara í fyrstu sex leikjunum í titilvörn(Frá því að 3ja stiga reglan var tekin upp 1984) 4 - Valur 2019 5 - ÍA 2002 6 - Víkingur R. 1992 6 - KA 1990 7 - Breiðablik 2011 7 - KR 2001 8 - FH 2010 8 - KR 2003 8 - Valur 1988 8 - Fram 1987Tapleikir í fyrstu sex leikjunum í titilvörnum Ólafs Jóhannessonar: 2019 með Val - 4 tapleikir í 6 leikjum (4 stig og -3 í markatölu) 2018 með Val - 1 tapleikur í 6 leikjum (9 stig og +1 í markatölu) 2007 með FH - 0 tapleikir í 6 leikjum (16 stig og +10 í markatölu) 2006 með FH - 0 tapleikir í 6 leikjum (16 stig og +8 í markatölu) 2005 með FH - 0 tapleikir í 6 leikjum (18 stig og +14 í markatölu)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira