Frans páfi ávarpaði fund sem Bjarni Benediktsson sótti Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. maí 2019 14:57 Frans páfi heilsaði upp á fjármála-og efnahagsráðherra Íslands í Vatíkaninu í dag. Stjórnarráð Íslands Vísindaakademía Páfagarðs boðaði til fundar hins nýstofnaða alþjóðlegs vettvangs ráðherranna, CAPE þar sem ræddar voru leiðir til að draga úr losun. Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, var viðstaddur auk þess sem Frans páfi ávarpaði fundinn. Á fundinum sagði Bjarni að Ísland væri leiðandi í orkuskiptum með því að nýta hreinar auðlindir til húshitunar og raforkuframleiðslu. Ætlunin sé að ganga lengra í orkuskiptum í samgöngum og uppbyggingu innviða fyrir rafbíla. Hann sagði að framlag Íslands gæti falið í sér útflutning á þekkingu á nýtingu fallorku og jarðhita sem og áframhaldandi rannsóknir og þróun meðal annars á niðurdælingu koltvísýrings. Þetta kom fram í fréttatilkynningu frá fjármála-og efnahagsráðuneytinu. Hinum nýja vettvangi ráðherranna, CAPE, er ætlað að hvetja til aðgerða í loftslagsmálum í krafti regluverks og ákvarðana á sviði ríkisfjármála og fjármálamarkaða. Ráðherrarnir eru sagðir hafa rætt um tæknilega og skattalega hvata til að ná markmiðum í loftslagsmálum. Á fundinum kom fram að með uppgræðslu og náttúrulegum aðferðum til bindingar mætti draga úr kolefni í andrúmsloftinu um 30% fram til ársins 2030. Útgáfa grænna skuldabréfa og breyting á fjárfestingarstefnu opinberra sjóða komu einnig til umræðu. Í ávarpi Frans páfa kom fram að aðgerðarleysi á heimsvísu vekti furðu og að afleiðngarnar væru ljósar um heim allan. „Við sjáum hitabylgjur, þurrka, skógarelda, flóð og aðrar verðurfræðilegar hamfarir, hækkandi yfirborð sjávar, sjúkdóma og önnur vandamál sem eru alvarlegur fyrirboði um enn verri hluti ef við bregðumst ekki við og gerum það af alvöru.“ Alþingi Loftslagsmál Páfagarður Umhverfismál Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Sjá meira
Vísindaakademía Páfagarðs boðaði til fundar hins nýstofnaða alþjóðlegs vettvangs ráðherranna, CAPE þar sem ræddar voru leiðir til að draga úr losun. Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, var viðstaddur auk þess sem Frans páfi ávarpaði fundinn. Á fundinum sagði Bjarni að Ísland væri leiðandi í orkuskiptum með því að nýta hreinar auðlindir til húshitunar og raforkuframleiðslu. Ætlunin sé að ganga lengra í orkuskiptum í samgöngum og uppbyggingu innviða fyrir rafbíla. Hann sagði að framlag Íslands gæti falið í sér útflutning á þekkingu á nýtingu fallorku og jarðhita sem og áframhaldandi rannsóknir og þróun meðal annars á niðurdælingu koltvísýrings. Þetta kom fram í fréttatilkynningu frá fjármála-og efnahagsráðuneytinu. Hinum nýja vettvangi ráðherranna, CAPE, er ætlað að hvetja til aðgerða í loftslagsmálum í krafti regluverks og ákvarðana á sviði ríkisfjármála og fjármálamarkaða. Ráðherrarnir eru sagðir hafa rætt um tæknilega og skattalega hvata til að ná markmiðum í loftslagsmálum. Á fundinum kom fram að með uppgræðslu og náttúrulegum aðferðum til bindingar mætti draga úr kolefni í andrúmsloftinu um 30% fram til ársins 2030. Útgáfa grænna skuldabréfa og breyting á fjárfestingarstefnu opinberra sjóða komu einnig til umræðu. Í ávarpi Frans páfa kom fram að aðgerðarleysi á heimsvísu vekti furðu og að afleiðngarnar væru ljósar um heim allan. „Við sjáum hitabylgjur, þurrka, skógarelda, flóð og aðrar verðurfræðilegar hamfarir, hækkandi yfirborð sjávar, sjúkdóma og önnur vandamál sem eru alvarlegur fyrirboði um enn verri hluti ef við bregðumst ekki við og gerum það af alvöru.“
Alþingi Loftslagsmál Páfagarður Umhverfismál Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Sjá meira