Innlent

Deilan „óvenjulega“ leyst og Herjólfur brátt á leið til Heimaeyjar

Samúel Karl Ólason skrifar
Nýi Herjólfur í Póllandi.
Nýi Herjólfur í Póllandi. Vísir/Vegagerðin

Vegagerðin og skipasmíðastöðin Crist S.A. í Póllandi hafa náð samkomulagi og mun nýja Vestmannaeyjaferjan koma fljótlega heim. Samkvæmt yfirlýsingu á vef Vegagerðarinnar hefur tilboði til Crist S.A. varðandi lokauppgjör vegna smíði nýja Herjólfs verið samþykkt og stendur til að undirrita það fljótlega.

Samkvæmt yfirlýsingunni hafa stífar samingaviðræður staðið yfir frá því í febrúar þegar skipasmíðastöðin krafðist viðbótargreiðslu upp á 8,9 milljónir evra.

Tilboð Vegagerðarinnar til Crist S.A. felst í viðbótargreiðslu um 1,5 milljónir evra og þar að auki verði fallið frá kröfu um tafabætur að andvirði tveimur milljónum evra.

„Það er álit Vegagerðarinnar að með þessu sé fram komin lausn sem báðir aðilar geta við unað um leið og forðað verði  frekara tjóni vegna tafa á afhendingu skipsins,“ segir í yfirlýsingunni.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.