Samgönguráðherra ræddi við fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar vegna nýs Herjólfs Sighvatur Jónsson skrifar 29. apríl 2019 12:00 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Vísir/Egill Samgönguráðherra ræddi á föstudag við fulltrúa pólsku skipasmíðastöðvarinnar Crist um afhendingu nýs Herjólfs á fundi í samgönguráðuneytinu. Auk ráðherra og fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar sat sendiherra Póllands á Íslandi fundinn. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Sigurði Inga Jóhannssyni samgönguráðherra í morgun. Ritari pólska sendiherrans á Íslandi staðfestir að fundað hafi verið í samgönguráðuneytinu eftir hádegið á föstudag með fulltrúum pólsku skipasmíðastöðvarinnar Crist. Fundinn sátu meðal annars Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, fulltrúar pólsku skipasmíðastöðvarinnar, sendiherra Póllands á Íslandi og túlkur. Skipasmíðastöðin hefur farið fram á rúmlega milljarð króna í viðbótargreiðslu vegna smíði skipsins og yrði heildarkostnaðurinn þá ríflega fimm milljarðar. Sigurður Ingi hefur sagt í fjölmiðlum að ríkið ætli ekki að greiða upphæðina og skipasmíðastöðin hefur verið krafin um dagsektir vegna seinkunar á smíði skipsins.VegagerðinBankaábyrgð framlengd Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur skipasmíðastöðin boðið íslenska ríkinu að bankaábyrgð vegna framkvæmdanna verði framlengd, og er það í annað sinn sem það er gert frá því að smíði skipsins lauk. Bankaábyrgð er trygging íslenska ríkisins fyrir því að geta krafið skipasmíðastöðina um endurgreiðslu þess fjármagns sem hefur verið lagt í smíði skipsins til þessa ef ríkið vill hætta við verkið. Ef til þess kæmi gæti skipasmíðastöðin selt skipið. Framlenging bankaábyrgðar er til marks um að reyna eigi að semja um að afhenda Vegagerðinni nýjan Herjólf. Fari málið í hart gætu liðið tvö til þrjú ár þar til ferjan kemur til landsins.Ekki dýpkað í Landeyjahöfn í dag Vegagerðin hefur líkt og áður engar upplýsingar viljað veita um stöðuna í samningaviðræðum vegna nýs Herjólfs. Varðandi dýpkun Landeyjahafnar segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar að ekki sé fært að dýpka höfnina í dag. Útlit sé fyrir að það verði hægt að byrja aftur upp úr hádegi á morgun. Lítið eigi eftir að dýpka svo Herjólfur geti siglt um höfnina. Herjólfur Landeyjahöfn Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira
Samgönguráðherra ræddi á föstudag við fulltrúa pólsku skipasmíðastöðvarinnar Crist um afhendingu nýs Herjólfs á fundi í samgönguráðuneytinu. Auk ráðherra og fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar sat sendiherra Póllands á Íslandi fundinn. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Sigurði Inga Jóhannssyni samgönguráðherra í morgun. Ritari pólska sendiherrans á Íslandi staðfestir að fundað hafi verið í samgönguráðuneytinu eftir hádegið á föstudag með fulltrúum pólsku skipasmíðastöðvarinnar Crist. Fundinn sátu meðal annars Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, fulltrúar pólsku skipasmíðastöðvarinnar, sendiherra Póllands á Íslandi og túlkur. Skipasmíðastöðin hefur farið fram á rúmlega milljarð króna í viðbótargreiðslu vegna smíði skipsins og yrði heildarkostnaðurinn þá ríflega fimm milljarðar. Sigurður Ingi hefur sagt í fjölmiðlum að ríkið ætli ekki að greiða upphæðina og skipasmíðastöðin hefur verið krafin um dagsektir vegna seinkunar á smíði skipsins.VegagerðinBankaábyrgð framlengd Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur skipasmíðastöðin boðið íslenska ríkinu að bankaábyrgð vegna framkvæmdanna verði framlengd, og er það í annað sinn sem það er gert frá því að smíði skipsins lauk. Bankaábyrgð er trygging íslenska ríkisins fyrir því að geta krafið skipasmíðastöðina um endurgreiðslu þess fjármagns sem hefur verið lagt í smíði skipsins til þessa ef ríkið vill hætta við verkið. Ef til þess kæmi gæti skipasmíðastöðin selt skipið. Framlenging bankaábyrgðar er til marks um að reyna eigi að semja um að afhenda Vegagerðinni nýjan Herjólf. Fari málið í hart gætu liðið tvö til þrjú ár þar til ferjan kemur til landsins.Ekki dýpkað í Landeyjahöfn í dag Vegagerðin hefur líkt og áður engar upplýsingar viljað veita um stöðuna í samningaviðræðum vegna nýs Herjólfs. Varðandi dýpkun Landeyjahafnar segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar að ekki sé fært að dýpka höfnina í dag. Útlit sé fyrir að það verði hægt að byrja aftur upp úr hádegi á morgun. Lítið eigi eftir að dýpka svo Herjólfur geti siglt um höfnina.
Herjólfur Landeyjahöfn Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira