Öryggi eykst í Ölfusi þegar fyrsta áfanga lýkur í haust Kristján Már Unnarsson skrifar 29. maí 2019 21:27 Umferðinni er núna beint framhjá kaflanum sem verið er að breikka. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss er komin vel á veg og stefnt að því að fyrsta áfanga ljúki í haust. Skammt austan Hveragerðis er umferð á hringveginum núna beint tímabundið um nýjan innansveitarveg. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Fyrsti áfanginn er breikkun tveggja og hálfs kílómetra kafla milli Varmár og Gljúfurholtsár auk lagningar nýrra hliðarvega til að fækka gatnamótum úr sveitinni.Ágúst Jakob Ólafsson, verkstjóri hjá ÍAV.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Um þrjátíu starfsmenn Íslenskra aðalverktaka hófu verkið um síðustu áramót og miðar vel, að sögn verkstjórans, Ágústs Jakobs Ólafssonar. Þeir séu í sumum verkþáttum á eftir áætlun en verði á endanum á réttum tíma. Vegagerð ofan í fjölförnum hringveginum getur þó verið vandasöm, eins og hér í Ölfusi. Umferðin trufli vinnuna aðeins, eins og þegar þurfi að þvera veginn til að sækja efni, segir Ágúst.Vegarkaflinn er skammt austan við Hveragerði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Og núna er byrjað að breikka sjálfan hringveginn í tveir plús einn veg. Á meðan þarf að beina umferðinni annað. Hún er núna sett á svokallaðan Ölfusveg, sem verður nýr innansveitarvegur. Myndband frá Vegagerðinni sýnir hvernig hringvegurinn um Ölfus kemur til með að líta út þegar heildarverkinu lýkur, væntanlega árið 2022. Þessum fyrsta áfanga á hins vegar að ljúka í haust og þá finna vegfarendur muninn, eins og verkstjórinn lýsir í viðtalinu í frétt Stöðvar 2: Árborg Hveragerði Samgöngur Umferðaröryggi Ölfus Tengdar fréttir Suðurlandsvegur milli Kamba og Selfoss mun líta svona út Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfangann í breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss. Myndband, sem sýnir hvernig vegurinn mun líta út, var sýnt í fréttum Stöðvar 2. 13. október 2018 08:45 Verktakinn vill byrja strax að breikka Suðurlandsveg Íslenskir aðalverktakar vilja hefja breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss strax í næsta mánuði en þeir buðu lægst í fyrsta áfanga verksins. 13. nóvember 2018 21:00 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss er komin vel á veg og stefnt að því að fyrsta áfanga ljúki í haust. Skammt austan Hveragerðis er umferð á hringveginum núna beint tímabundið um nýjan innansveitarveg. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Fyrsti áfanginn er breikkun tveggja og hálfs kílómetra kafla milli Varmár og Gljúfurholtsár auk lagningar nýrra hliðarvega til að fækka gatnamótum úr sveitinni.Ágúst Jakob Ólafsson, verkstjóri hjá ÍAV.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Um þrjátíu starfsmenn Íslenskra aðalverktaka hófu verkið um síðustu áramót og miðar vel, að sögn verkstjórans, Ágústs Jakobs Ólafssonar. Þeir séu í sumum verkþáttum á eftir áætlun en verði á endanum á réttum tíma. Vegagerð ofan í fjölförnum hringveginum getur þó verið vandasöm, eins og hér í Ölfusi. Umferðin trufli vinnuna aðeins, eins og þegar þurfi að þvera veginn til að sækja efni, segir Ágúst.Vegarkaflinn er skammt austan við Hveragerði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Og núna er byrjað að breikka sjálfan hringveginn í tveir plús einn veg. Á meðan þarf að beina umferðinni annað. Hún er núna sett á svokallaðan Ölfusveg, sem verður nýr innansveitarvegur. Myndband frá Vegagerðinni sýnir hvernig hringvegurinn um Ölfus kemur til með að líta út þegar heildarverkinu lýkur, væntanlega árið 2022. Þessum fyrsta áfanga á hins vegar að ljúka í haust og þá finna vegfarendur muninn, eins og verkstjórinn lýsir í viðtalinu í frétt Stöðvar 2:
Árborg Hveragerði Samgöngur Umferðaröryggi Ölfus Tengdar fréttir Suðurlandsvegur milli Kamba og Selfoss mun líta svona út Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfangann í breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss. Myndband, sem sýnir hvernig vegurinn mun líta út, var sýnt í fréttum Stöðvar 2. 13. október 2018 08:45 Verktakinn vill byrja strax að breikka Suðurlandsveg Íslenskir aðalverktakar vilja hefja breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss strax í næsta mánuði en þeir buðu lægst í fyrsta áfanga verksins. 13. nóvember 2018 21:00 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Suðurlandsvegur milli Kamba og Selfoss mun líta svona út Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfangann í breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss. Myndband, sem sýnir hvernig vegurinn mun líta út, var sýnt í fréttum Stöðvar 2. 13. október 2018 08:45
Verktakinn vill byrja strax að breikka Suðurlandsveg Íslenskir aðalverktakar vilja hefja breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss strax í næsta mánuði en þeir buðu lægst í fyrsta áfanga verksins. 13. nóvember 2018 21:00