Suðurlandsvegur milli Kamba og Selfoss mun líta svona út Kristján Már Unnarsson skrifar 13. október 2018 08:45 Við Hveragerði, milli neðstu brekku Kamba og Varmár, verður vegurinn færður fjær byggðinni Mynd/Vegagerðin. Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfangann í breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss, en áætlað að verja alls fimm og hálfum milljarði króna til verksins á næstu fjórum árum. Myndband frá Vegagerðinni, sem sýnir hvernig vegurinn mun líta út í framtíðinni, var sýnt í fréttum Stöðvar 2.Fyrsti áfanginn, sem nú hefur verið boðinn út, milli Varmár og Gljúfurholtsár, á að vera tilbúinn næsta haust.Mynd/Vegagerðin.Útboð fyrsta áfangans hefur nú verið auglýst á evrópska efnahagssvæðinu. Það er tveggja og hálfs kílómetra kafli, milli Varmár og Gljúfurholtsár, ásamt hliðarvegum, sem tengjast nýjum vegamótum, annars vegar Ölfusvegar frá Ölfusborgavegi að Hvammsvegi og hins vegar Ásnesvegi frá Vallavegi að Ásnesi.Veglínu verður breytt milli Kotstrandar og Kögunarhóls.Mynd/Vegagerðin.Inni í verkinu er einnig breikkun brúar yfir Varmá og undirgöng austan Varmár fyrir gangandi og ríðandi. Tilboð verða opnuð þann 13. nóvember og á þessum áfanga að vera að fullu lokið þann 15. september á næsta ári.Séð austur í átt til Ingólfsfjalls og Kögunarhóls.Mynd/Vegagerðin.Áform Vegagerðarinnar miða við svokallaðan tveir plús einn veg, með aðskildum akreinum, sem hægt verði að breikka í tveir plús tveir veg í framtíðinni.Svona verður vegurinn sunnan Ingólfsfjalls. Þar verður hann sveigður framhjá Selfossi í átt að nýju brúarstæði yfir Ölfusá norðaustan bæjarins á móts við Laugardæli.Mynd/Vegagerðin.Samkvæmt samgönguáætlun, sem er til umræðu á Alþingi, er ráðgert að verja alls fimm og hálfum milljarði króna á næstu fjórum árum í breikkun vegarins milli Kamba og Selfoss og er áætlað að verkinu verði lokið árið 2022. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Kalla eftir byggingu nýrrar Ölfusárbrúar á næstu fjórum árum Á þessum sama fundi lýsti ráðið ánægju sinni með að hefjast eigi handa við breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss. 23. ágúst 2018 14:07 Nýr vegur á milli Hveragerðis og Selfoss verður tveir plús einn vegur Á næstu vikum fer fram útboð vegna nýs vegar á milli Hveragerðis og Selfoss. Vegurinn verður tveir plús einn vegur. 16. september 2018 20:00 Bæjarstjórar undrast útboð um breikkun Suðurlandsvegar Bæjarstjórar Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar undrast að útboð um breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Árborgar verði opnuð í þessum mánuði og að hugsanlega geti framkvæmdir hafist á þessu ári. Enn er óljóst hvenær tvöföldun Reykjanesbrautar verður lokið. 16. ágúst 2018 18:49 Ráðherra boðar núna vegtolla sem hann mælti gegn í fyrra Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra boðar sérstakt frumvarp um vegtolla eftir áramót. Sjálfur gagnrýndi hann forvera sinn fyrir slík áform í fyrra. 10. október 2018 21:15 Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Sjá meira
Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfangann í breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss, en áætlað að verja alls fimm og hálfum milljarði króna til verksins á næstu fjórum árum. Myndband frá Vegagerðinni, sem sýnir hvernig vegurinn mun líta út í framtíðinni, var sýnt í fréttum Stöðvar 2.Fyrsti áfanginn, sem nú hefur verið boðinn út, milli Varmár og Gljúfurholtsár, á að vera tilbúinn næsta haust.Mynd/Vegagerðin.Útboð fyrsta áfangans hefur nú verið auglýst á evrópska efnahagssvæðinu. Það er tveggja og hálfs kílómetra kafli, milli Varmár og Gljúfurholtsár, ásamt hliðarvegum, sem tengjast nýjum vegamótum, annars vegar Ölfusvegar frá Ölfusborgavegi að Hvammsvegi og hins vegar Ásnesvegi frá Vallavegi að Ásnesi.Veglínu verður breytt milli Kotstrandar og Kögunarhóls.Mynd/Vegagerðin.Inni í verkinu er einnig breikkun brúar yfir Varmá og undirgöng austan Varmár fyrir gangandi og ríðandi. Tilboð verða opnuð þann 13. nóvember og á þessum áfanga að vera að fullu lokið þann 15. september á næsta ári.Séð austur í átt til Ingólfsfjalls og Kögunarhóls.Mynd/Vegagerðin.Áform Vegagerðarinnar miða við svokallaðan tveir plús einn veg, með aðskildum akreinum, sem hægt verði að breikka í tveir plús tveir veg í framtíðinni.Svona verður vegurinn sunnan Ingólfsfjalls. Þar verður hann sveigður framhjá Selfossi í átt að nýju brúarstæði yfir Ölfusá norðaustan bæjarins á móts við Laugardæli.Mynd/Vegagerðin.Samkvæmt samgönguáætlun, sem er til umræðu á Alþingi, er ráðgert að verja alls fimm og hálfum milljarði króna á næstu fjórum árum í breikkun vegarins milli Kamba og Selfoss og er áætlað að verkinu verði lokið árið 2022. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Kalla eftir byggingu nýrrar Ölfusárbrúar á næstu fjórum árum Á þessum sama fundi lýsti ráðið ánægju sinni með að hefjast eigi handa við breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss. 23. ágúst 2018 14:07 Nýr vegur á milli Hveragerðis og Selfoss verður tveir plús einn vegur Á næstu vikum fer fram útboð vegna nýs vegar á milli Hveragerðis og Selfoss. Vegurinn verður tveir plús einn vegur. 16. september 2018 20:00 Bæjarstjórar undrast útboð um breikkun Suðurlandsvegar Bæjarstjórar Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar undrast að útboð um breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Árborgar verði opnuð í þessum mánuði og að hugsanlega geti framkvæmdir hafist á þessu ári. Enn er óljóst hvenær tvöföldun Reykjanesbrautar verður lokið. 16. ágúst 2018 18:49 Ráðherra boðar núna vegtolla sem hann mælti gegn í fyrra Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra boðar sérstakt frumvarp um vegtolla eftir áramót. Sjálfur gagnrýndi hann forvera sinn fyrir slík áform í fyrra. 10. október 2018 21:15 Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Sjá meira
Kalla eftir byggingu nýrrar Ölfusárbrúar á næstu fjórum árum Á þessum sama fundi lýsti ráðið ánægju sinni með að hefjast eigi handa við breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss. 23. ágúst 2018 14:07
Nýr vegur á milli Hveragerðis og Selfoss verður tveir plús einn vegur Á næstu vikum fer fram útboð vegna nýs vegar á milli Hveragerðis og Selfoss. Vegurinn verður tveir plús einn vegur. 16. september 2018 20:00
Bæjarstjórar undrast útboð um breikkun Suðurlandsvegar Bæjarstjórar Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar undrast að útboð um breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Árborgar verði opnuð í þessum mánuði og að hugsanlega geti framkvæmdir hafist á þessu ári. Enn er óljóst hvenær tvöföldun Reykjanesbrautar verður lokið. 16. ágúst 2018 18:49
Ráðherra boðar núna vegtolla sem hann mælti gegn í fyrra Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra boðar sérstakt frumvarp um vegtolla eftir áramót. Sjálfur gagnrýndi hann forvera sinn fyrir slík áform í fyrra. 10. október 2018 21:15
Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45