Suðurlandsvegur milli Kamba og Selfoss mun líta svona út Kristján Már Unnarsson skrifar 13. október 2018 08:45 Við Hveragerði, milli neðstu brekku Kamba og Varmár, verður vegurinn færður fjær byggðinni Mynd/Vegagerðin. Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfangann í breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss, en áætlað að verja alls fimm og hálfum milljarði króna til verksins á næstu fjórum árum. Myndband frá Vegagerðinni, sem sýnir hvernig vegurinn mun líta út í framtíðinni, var sýnt í fréttum Stöðvar 2.Fyrsti áfanginn, sem nú hefur verið boðinn út, milli Varmár og Gljúfurholtsár, á að vera tilbúinn næsta haust.Mynd/Vegagerðin.Útboð fyrsta áfangans hefur nú verið auglýst á evrópska efnahagssvæðinu. Það er tveggja og hálfs kílómetra kafli, milli Varmár og Gljúfurholtsár, ásamt hliðarvegum, sem tengjast nýjum vegamótum, annars vegar Ölfusvegar frá Ölfusborgavegi að Hvammsvegi og hins vegar Ásnesvegi frá Vallavegi að Ásnesi.Veglínu verður breytt milli Kotstrandar og Kögunarhóls.Mynd/Vegagerðin.Inni í verkinu er einnig breikkun brúar yfir Varmá og undirgöng austan Varmár fyrir gangandi og ríðandi. Tilboð verða opnuð þann 13. nóvember og á þessum áfanga að vera að fullu lokið þann 15. september á næsta ári.Séð austur í átt til Ingólfsfjalls og Kögunarhóls.Mynd/Vegagerðin.Áform Vegagerðarinnar miða við svokallaðan tveir plús einn veg, með aðskildum akreinum, sem hægt verði að breikka í tveir plús tveir veg í framtíðinni.Svona verður vegurinn sunnan Ingólfsfjalls. Þar verður hann sveigður framhjá Selfossi í átt að nýju brúarstæði yfir Ölfusá norðaustan bæjarins á móts við Laugardæli.Mynd/Vegagerðin.Samkvæmt samgönguáætlun, sem er til umræðu á Alþingi, er ráðgert að verja alls fimm og hálfum milljarði króna á næstu fjórum árum í breikkun vegarins milli Kamba og Selfoss og er áætlað að verkinu verði lokið árið 2022. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Kalla eftir byggingu nýrrar Ölfusárbrúar á næstu fjórum árum Á þessum sama fundi lýsti ráðið ánægju sinni með að hefjast eigi handa við breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss. 23. ágúst 2018 14:07 Nýr vegur á milli Hveragerðis og Selfoss verður tveir plús einn vegur Á næstu vikum fer fram útboð vegna nýs vegar á milli Hveragerðis og Selfoss. Vegurinn verður tveir plús einn vegur. 16. september 2018 20:00 Bæjarstjórar undrast útboð um breikkun Suðurlandsvegar Bæjarstjórar Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar undrast að útboð um breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Árborgar verði opnuð í þessum mánuði og að hugsanlega geti framkvæmdir hafist á þessu ári. Enn er óljóst hvenær tvöföldun Reykjanesbrautar verður lokið. 16. ágúst 2018 18:49 Ráðherra boðar núna vegtolla sem hann mælti gegn í fyrra Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra boðar sérstakt frumvarp um vegtolla eftir áramót. Sjálfur gagnrýndi hann forvera sinn fyrir slík áform í fyrra. 10. október 2018 21:15 Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Sjá meira
Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfangann í breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss, en áætlað að verja alls fimm og hálfum milljarði króna til verksins á næstu fjórum árum. Myndband frá Vegagerðinni, sem sýnir hvernig vegurinn mun líta út í framtíðinni, var sýnt í fréttum Stöðvar 2.Fyrsti áfanginn, sem nú hefur verið boðinn út, milli Varmár og Gljúfurholtsár, á að vera tilbúinn næsta haust.Mynd/Vegagerðin.Útboð fyrsta áfangans hefur nú verið auglýst á evrópska efnahagssvæðinu. Það er tveggja og hálfs kílómetra kafli, milli Varmár og Gljúfurholtsár, ásamt hliðarvegum, sem tengjast nýjum vegamótum, annars vegar Ölfusvegar frá Ölfusborgavegi að Hvammsvegi og hins vegar Ásnesvegi frá Vallavegi að Ásnesi.Veglínu verður breytt milli Kotstrandar og Kögunarhóls.Mynd/Vegagerðin.Inni í verkinu er einnig breikkun brúar yfir Varmá og undirgöng austan Varmár fyrir gangandi og ríðandi. Tilboð verða opnuð þann 13. nóvember og á þessum áfanga að vera að fullu lokið þann 15. september á næsta ári.Séð austur í átt til Ingólfsfjalls og Kögunarhóls.Mynd/Vegagerðin.Áform Vegagerðarinnar miða við svokallaðan tveir plús einn veg, með aðskildum akreinum, sem hægt verði að breikka í tveir plús tveir veg í framtíðinni.Svona verður vegurinn sunnan Ingólfsfjalls. Þar verður hann sveigður framhjá Selfossi í átt að nýju brúarstæði yfir Ölfusá norðaustan bæjarins á móts við Laugardæli.Mynd/Vegagerðin.Samkvæmt samgönguáætlun, sem er til umræðu á Alþingi, er ráðgert að verja alls fimm og hálfum milljarði króna á næstu fjórum árum í breikkun vegarins milli Kamba og Selfoss og er áætlað að verkinu verði lokið árið 2022. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Kalla eftir byggingu nýrrar Ölfusárbrúar á næstu fjórum árum Á þessum sama fundi lýsti ráðið ánægju sinni með að hefjast eigi handa við breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss. 23. ágúst 2018 14:07 Nýr vegur á milli Hveragerðis og Selfoss verður tveir plús einn vegur Á næstu vikum fer fram útboð vegna nýs vegar á milli Hveragerðis og Selfoss. Vegurinn verður tveir plús einn vegur. 16. september 2018 20:00 Bæjarstjórar undrast útboð um breikkun Suðurlandsvegar Bæjarstjórar Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar undrast að útboð um breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Árborgar verði opnuð í þessum mánuði og að hugsanlega geti framkvæmdir hafist á þessu ári. Enn er óljóst hvenær tvöföldun Reykjanesbrautar verður lokið. 16. ágúst 2018 18:49 Ráðherra boðar núna vegtolla sem hann mælti gegn í fyrra Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra boðar sérstakt frumvarp um vegtolla eftir áramót. Sjálfur gagnrýndi hann forvera sinn fyrir slík áform í fyrra. 10. október 2018 21:15 Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Sjá meira
Kalla eftir byggingu nýrrar Ölfusárbrúar á næstu fjórum árum Á þessum sama fundi lýsti ráðið ánægju sinni með að hefjast eigi handa við breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss. 23. ágúst 2018 14:07
Nýr vegur á milli Hveragerðis og Selfoss verður tveir plús einn vegur Á næstu vikum fer fram útboð vegna nýs vegar á milli Hveragerðis og Selfoss. Vegurinn verður tveir plús einn vegur. 16. september 2018 20:00
Bæjarstjórar undrast útboð um breikkun Suðurlandsvegar Bæjarstjórar Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar undrast að útboð um breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Árborgar verði opnuð í þessum mánuði og að hugsanlega geti framkvæmdir hafist á þessu ári. Enn er óljóst hvenær tvöföldun Reykjanesbrautar verður lokið. 16. ágúst 2018 18:49
Ráðherra boðar núna vegtolla sem hann mælti gegn í fyrra Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra boðar sérstakt frumvarp um vegtolla eftir áramót. Sjálfur gagnrýndi hann forvera sinn fyrir slík áform í fyrra. 10. október 2018 21:15
Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45