Verktakinn vill byrja strax að breikka Suðurlandsveg Kristján Már Unnarsson skrifar 13. nóvember 2018 21:00 Fyrsti áfanginn, 2,5 kílómetrar milli Varmár og Gljúfurholtsár, á að vera tilbúinn næsta haust. Mynd/Vegagerðin. Íslenskir aðalverktakar vilja hefja breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss strax í næsta mánuði en þeir buðu lægst í fyrsta áfanga verksins, 1.360 milljónir króna. Athygli vekur að öll tilboð voru yfir kostnaðaráætlun. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Fyrsti áfanginn er tveggja og hálfs kílómetra kafli í Ölfusi, milli Varmár og Gljúfurholtsár, ásamt hliðarvegum, sem tengjast nýjum vegamótum, annars vegar að Ölfusborgum og hins vegar niður að Völlum. Verkinu skal að fullu lokið 15. september 2019. Þetta er stærsta útboð Vegagerðarinnar í ár en tilboð voru opnuð í höfuðstöðvum hennar í Reykjavík í dag. Verkið var boðið út á evrópska efnahagssvæðinu en aðeins bárust fjögur tilboð og öll innlend.Tilboð Íslenskra aðalverktaka var 200 milljónum króna lægra en næstlægsta boð, sem var frá Ístaki.Grafík/Guðmundur Björnsson.Lægsta boð áttu Íslenskir aðalverktakar, upp á 1.361 milljón króna, en það var 9%, eða 111 milljónum króna, yfir 1.250 milljóna króna kostnaðaráætlun. Tilboð Ístaks, Suðurverks og Munck á Íslandi reyndust mun hærri, eða 25 til 30 prósentum yfir kostnaðaráætlun. Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hönnunardeildar Vegagerðarinnar, segir mikinn áfanga að ná að opna tilboð í þetta stóra verk. Það séu ákveðin vonbrigði að tilboð skyldu vera yfir kostnaðaráætlun en það sé kannski skiljanlegt að einhverju leyti. Árni Valur Garðarsson, verkefnisstjóri hjá Íslenskum aðalverktökum.Stöð 2/Einar Árnason.„Þetta leggst vel í okkur. Við komum til með að byrja af fullum krafti bara strax í desember og vonandi tekst okkur að ljúka fyrsta áfanga 30. mars, ef veður og Guð lofar,“ segir Árni Valur Garðarsson, verkefnisstjóri hjá Íslenskum aðalverktökum. Þeir hjá ÍAV segjast hafa nægan mannskap. Þeir séu að ljúka tveimur stórum verkum, Vaðlaheiðargöngum og Búrfellsvirkjun. „Við vöðum í þetta strax,“ segir Árni Valur.Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hjá Vegagerðinni.Stöð 2/Einar Árnason.Markmið samgönguáætlunar er að ljúka breikkun vegarins milli Kamba og Selfoss árið 2022 en þetta eru alls um tíu kílómetrar. Guðmundur Valur segir Vegagerðina stefna að því að næsti áfangi verði boðinn út næsta sumar og gerir ráð fyrir að fjárveitingar verði þá tryggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hveragerði Tengdar fréttir Suðurlandsvegur milli Kamba og Selfoss mun líta svona út Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfangann í breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss. Myndband, sem sýnir hvernig vegurinn mun líta út, var sýnt í fréttum Stöðvar 2. 13. október 2018 08:45 Mest lesið „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Fleiri fréttir Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Sjá meira
Íslenskir aðalverktakar vilja hefja breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss strax í næsta mánuði en þeir buðu lægst í fyrsta áfanga verksins, 1.360 milljónir króna. Athygli vekur að öll tilboð voru yfir kostnaðaráætlun. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Fyrsti áfanginn er tveggja og hálfs kílómetra kafli í Ölfusi, milli Varmár og Gljúfurholtsár, ásamt hliðarvegum, sem tengjast nýjum vegamótum, annars vegar að Ölfusborgum og hins vegar niður að Völlum. Verkinu skal að fullu lokið 15. september 2019. Þetta er stærsta útboð Vegagerðarinnar í ár en tilboð voru opnuð í höfuðstöðvum hennar í Reykjavík í dag. Verkið var boðið út á evrópska efnahagssvæðinu en aðeins bárust fjögur tilboð og öll innlend.Tilboð Íslenskra aðalverktaka var 200 milljónum króna lægra en næstlægsta boð, sem var frá Ístaki.Grafík/Guðmundur Björnsson.Lægsta boð áttu Íslenskir aðalverktakar, upp á 1.361 milljón króna, en það var 9%, eða 111 milljónum króna, yfir 1.250 milljóna króna kostnaðaráætlun. Tilboð Ístaks, Suðurverks og Munck á Íslandi reyndust mun hærri, eða 25 til 30 prósentum yfir kostnaðaráætlun. Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hönnunardeildar Vegagerðarinnar, segir mikinn áfanga að ná að opna tilboð í þetta stóra verk. Það séu ákveðin vonbrigði að tilboð skyldu vera yfir kostnaðaráætlun en það sé kannski skiljanlegt að einhverju leyti. Árni Valur Garðarsson, verkefnisstjóri hjá Íslenskum aðalverktökum.Stöð 2/Einar Árnason.„Þetta leggst vel í okkur. Við komum til með að byrja af fullum krafti bara strax í desember og vonandi tekst okkur að ljúka fyrsta áfanga 30. mars, ef veður og Guð lofar,“ segir Árni Valur Garðarsson, verkefnisstjóri hjá Íslenskum aðalverktökum. Þeir hjá ÍAV segjast hafa nægan mannskap. Þeir séu að ljúka tveimur stórum verkum, Vaðlaheiðargöngum og Búrfellsvirkjun. „Við vöðum í þetta strax,“ segir Árni Valur.Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hjá Vegagerðinni.Stöð 2/Einar Árnason.Markmið samgönguáætlunar er að ljúka breikkun vegarins milli Kamba og Selfoss árið 2022 en þetta eru alls um tíu kílómetrar. Guðmundur Valur segir Vegagerðina stefna að því að næsti áfangi verði boðinn út næsta sumar og gerir ráð fyrir að fjárveitingar verði þá tryggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hveragerði Tengdar fréttir Suðurlandsvegur milli Kamba og Selfoss mun líta svona út Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfangann í breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss. Myndband, sem sýnir hvernig vegurinn mun líta út, var sýnt í fréttum Stöðvar 2. 13. október 2018 08:45 Mest lesið „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Fleiri fréttir Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Sjá meira
Suðurlandsvegur milli Kamba og Selfoss mun líta svona út Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfangann í breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss. Myndband, sem sýnir hvernig vegurinn mun líta út, var sýnt í fréttum Stöðvar 2. 13. október 2018 08:45