Erlent

Boðað til nýrra kosninga í Ísrael

Atli Ísleifsson skrifar
Meirihluti þings samþykkti að leysa það upp eftir að starfandi forsætisráðherra, Benjamín Netanjahú, mistókst að mynda nýja stjórn.
Meirihluti þings samþykkti að leysa það upp eftir að starfandi forsætisráðherra, Benjamín Netanjahú, mistókst að mynda nýja stjórn. Getty
Meirihluta ísraelska þingsins samþykkti í kvöld að leysa upp þingið og að boðað skyldi til nýrra kosninga í landinu. Þetta er gert eftir að ljóst var að starfandi forsætisráðherra, Benjamín Netanjahú, hafði mistekist að mynda nýja stjórn.

Einungis sjö vikur eru frá síðustu kosningum í landinu, en á vef Haaretz segir að að nýjar kosningar muni fara fram þann 17. september næstkomandi.

Stjórnarmyndunarviðræður Netanjahú sigldu í strand eftir að fyrrverandi varnarmálaráðherrann Avigdor Lieberman, sem eitt sinn var náinn bandamaður Netanjahú, lýsti því yfir að hann neitaði að styðja nýja stjórn Netanjahú. Ljóst var að forsætisráðherrann þyrfti á stuðningi þingflokks flokks Lieberman, Yisrael Beiteinu, að halda, ætlapi hann sér að mynda nýja stjórn.

Alls greiddu 74 þingmenn atkvæði með því að leysa upp þingið, en 45 greiddu atkvæði gegn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×