Kutcher var við það að tapa sér þegar hann komst að því að stúlkan sem hann hafði boðið út hafði verið myrt Birgir Olgeirsson skrifar 29. maí 2019 23:32 Asthon Kutcher í réttarsal í dag. Vísir/Getty Leikarinn Ashton Kutcher greindi kviðdómi í Los Angeles frá því í dag að hann hefði verið við það að tapa sér þegar komst að því að ung kona hefði fundist látin í Hollywood degi eftir að hann hafði boðið henni á stefnumót.Kutcher var boðaður fyrir dóminn sem vitni í máli gegn manni sem hefur verið nefndur „The Hollywood Ripper“, eða „Hollywood Morðinginn“, sem er sakaður um að hafa myrt konuna unga og tvær til viðbótar. Greindi Kutcher frá því að hann hefði farið að íbúðarhúsi tískuhönnunarnemans Ashley Ellerin í Hollywood að kvöldi 22. febrúar árið 2001 eftir að hafa rætt við hana fyrr um daginn í gegnum síma þar sem hann bauð henni á stefnumót. Þegar hann kom að heimili hennar, tveimur klukkustundum eftir símtalið, voru öll ljós kveikt en útidyrahurðin læst. Þegar hann leit inn um gluggann sá hann það sem hann hélt að væru rauðvínsslettur á gólfteppinu.Kutcher bendir kviðdóminum á hvar hann koma að húsinu og leit inn um gluggann.Vísir/Getty„Ég hugsaði ekki meira um það,“ sagði Kutcher í vitnastúkunni. Hann bætti við að hann hefði haldið að mögulega hefði hann klúðrað þessu stefnumóti með því að mæta of seint og Ellerin hefði farið eitthvert annað. Hin 22 ára gamla Ellerin fannst látin á heimili sínu í Hollywood morguninn eftir. Það var herbergisfélagi hennar sem kom að henni látinni en hún hafði verið stungin 47 sinnum að sögn saksóknara. Kutcher, sem í dag er 41 árs, sagði að þegar hann komst að því hvað hefði komið fyrir Ellerin var hann við það að tapa sér þegar hann ræddi við lögregluna því hann vissi að fingraförin hans væru á útidyrahurð heimilis hennar. Maðurinn sem er sakaður um að hafa myrt hana og tvær til viðbótar heitir Michael Gargiulo en hann er einnig sakaður um tilraun til manndráps.Michael Gargiulo er sakaður um að myrða konuna og tvær til viðbótar.Vísir/EPAGargiulo, 43 ára, var handtekinn árið 2008 og hefur ávallt neitað sök. Er mál hans í dag fyrir æðri dómstól í Los Angeles. Árið 2001 var Kutcher þekktur fyrir leik sinn í gamanþáttunum „That ´70s Show“. Tíu árum síðar var hann ráðinn til að taka við af Charlie Sheen í gamanþáttunum „Two and a Half Men“. Árið 2005 kvæntist hann leikkonunni Demi Moore en skildi við hana átta árum síðar, árið 2013. Hann tók saman við leikkonuna Milu Kunis, sem lék með honum í „That ´70s Show“ og eigu þau saman tvö börn í dag. Bandaríkin Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Leikarinn Ashton Kutcher greindi kviðdómi í Los Angeles frá því í dag að hann hefði verið við það að tapa sér þegar komst að því að ung kona hefði fundist látin í Hollywood degi eftir að hann hafði boðið henni á stefnumót.Kutcher var boðaður fyrir dóminn sem vitni í máli gegn manni sem hefur verið nefndur „The Hollywood Ripper“, eða „Hollywood Morðinginn“, sem er sakaður um að hafa myrt konuna unga og tvær til viðbótar. Greindi Kutcher frá því að hann hefði farið að íbúðarhúsi tískuhönnunarnemans Ashley Ellerin í Hollywood að kvöldi 22. febrúar árið 2001 eftir að hafa rætt við hana fyrr um daginn í gegnum síma þar sem hann bauð henni á stefnumót. Þegar hann kom að heimili hennar, tveimur klukkustundum eftir símtalið, voru öll ljós kveikt en útidyrahurðin læst. Þegar hann leit inn um gluggann sá hann það sem hann hélt að væru rauðvínsslettur á gólfteppinu.Kutcher bendir kviðdóminum á hvar hann koma að húsinu og leit inn um gluggann.Vísir/Getty„Ég hugsaði ekki meira um það,“ sagði Kutcher í vitnastúkunni. Hann bætti við að hann hefði haldið að mögulega hefði hann klúðrað þessu stefnumóti með því að mæta of seint og Ellerin hefði farið eitthvert annað. Hin 22 ára gamla Ellerin fannst látin á heimili sínu í Hollywood morguninn eftir. Það var herbergisfélagi hennar sem kom að henni látinni en hún hafði verið stungin 47 sinnum að sögn saksóknara. Kutcher, sem í dag er 41 árs, sagði að þegar hann komst að því hvað hefði komið fyrir Ellerin var hann við það að tapa sér þegar hann ræddi við lögregluna því hann vissi að fingraförin hans væru á útidyrahurð heimilis hennar. Maðurinn sem er sakaður um að hafa myrt hana og tvær til viðbótar heitir Michael Gargiulo en hann er einnig sakaður um tilraun til manndráps.Michael Gargiulo er sakaður um að myrða konuna og tvær til viðbótar.Vísir/EPAGargiulo, 43 ára, var handtekinn árið 2008 og hefur ávallt neitað sök. Er mál hans í dag fyrir æðri dómstól í Los Angeles. Árið 2001 var Kutcher þekktur fyrir leik sinn í gamanþáttunum „That ´70s Show“. Tíu árum síðar var hann ráðinn til að taka við af Charlie Sheen í gamanþáttunum „Two and a Half Men“. Árið 2005 kvæntist hann leikkonunni Demi Moore en skildi við hana átta árum síðar, árið 2013. Hann tók saman við leikkonuna Milu Kunis, sem lék með honum í „That ´70s Show“ og eigu þau saman tvö börn í dag.
Bandaríkin Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira