Enski boltinn

Hárprúði Brasilíumaðurinn framlengir á Brúnni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Luiz í leiknum á fimmtudagskvöldið.
Luiz í leiknum á fimmtudagskvöldið. vísir/getty
Varnarmaðurinn öflugi, David Luiz, hefur skrifað undir nýjan samning við Chelsea en samningur hans átti að renna út í sumar.

Miðvörðurinn hefur nú skrifað undir samning sem gildir til ársins 2021 en þetta tilkynnti Chelsea daginn eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitum Evrópudeildarinnar.







David Luiz spilaði allan leikinn í undanúrslitum Evrópudeildarinnar er Chelsea sló út Eintracht Frankfurt í vítaspyrnukeppni. Luiz skoraði úr einni af vítaspyrnum Chelsea.

Luiz spilaði hjá Chelsea 2011 til 2014 áður en hann gekk í raðir PSG. Tveimur árum síðar snéri hann svo aftur til Englands og til bláklædda Lundúnarliðsins og hefur leikið þar síðan.

Hann á að baki 56 landsleiki fyrir Brasilíu en í þeim leikjum hefur hann gert þrjú mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×