Íslenski boltinn

Hallgrímur: Þetta er ógeðslegt

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hallgrímur í Krikanum í kvöld.
Hallgrímur í Krikanum í kvöld. vísir/daníel
„Þetta er ógeðslegt, afsakið orðbragðið en þetta er bara viðbjóður,“ voru þetta fyrstu viðbrögð Hallgríms Mar Steingrímssonar, leikmanns KA, eftir svekkjandi 3-2 tap gegn FH í kvöld.

Gestirnir frá Akureyri voru 2-1 yfir þegar 15 mínútur voru til leiksloka en fengu á sig tvö mörk undir lok leiks og fara því stigalausir heim.

„Við vorum með leikinn í okkar höndum þegar það eru 15-20 mínútur eftir og að missa þetta niður í 3-2 er bara viðbjóður,“ sagði Hallgrímur ennfremur.

Aðspurður hvað hefði gerst þá kunni kantmaðurinn knái ekki skýringar á því.

„Erfitt að meta það fljótt eftir leik en við missum þetta niður. Það er ekki flóknara en það,“ sagði hann að lokum en það var ljóst að þetta tap særði KA menn mjög.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×