Enski boltinn

Þrenna hjá Hazard á lokahófi Chelsea | Hans síðasta lokahóf hjá félaginu?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hazard fagnar í leiknum gegn Eintracht Frankfurt í Evrópudeildinni á fimmtudagskvöldið.
Hazard fagnar í leiknum gegn Eintracht Frankfurt í Evrópudeildinni á fimmtudagskvöldið.
Eden Hazard vann til þrennra verðlauna á lokahófi Chelsea sem haldið var í gærkvöldi en Belginn hefur verið magnaður á leiktíðinni.

Hazard var valinn besti leikmaður Chelsea á leiktíðinni af stuðningsmönnum félagsins en leikmenn liðsins kusu hann einnig þann besta.

Ásamt því að vera valinn sá besti af leikmönnum og stuðningsmönnum var mark hans gegn Liverpool valið mark ársins en hann skoraði það í bikarleik liðanna í september.







„Samband mitt við stuðningsmennina hefur verið gott síðan að ég kom. Það er mikill heiður að spila á Stamford Bridge og það er ástæðan fyrir því að ég er á vellinum,“ sagði Hazard.

Hazard gæti þó verið búinn að leika sinn síðasta leik á Brúnni því miklar líkur eru á að hann yfirgefi Chelsea í sumar.

Hann er mikið orðaður við Real Madrid en hann verður þó í eldlínunni með Chelsea gegn Leicester á morgun og svo í Bakú þann 29. maí er liðið mætir Arsenal í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×