Enski boltinn

United staðfestir að Herrera yfirgefi félagið í sumar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Herrera í leik með United á leiktíðinni.
Herrera í leik með United á leiktíðinni. vísir/getty
Manchester United staðfesti nú í morgun að Ander Herrera, miðjumaður liðsins, muni yfirgefa félagið í sumar en samningur hans rennur út í sumar.

Þessi 29 ára gamli miðjumaður hefur verið í herbúðum United síðan 2014 og leikið tæplega 200 leiki fyrir félagið. Hann hefur skorað tólf mörk í þessum leikjum.







Í viðtali við heimasíðu félagsins segir Spánverjinn að United muni alltaf eiga stað í hjarta sínu en hann hefur unnið Evrópudeildina, enska bikarinn og deildarbikarinn á tíma sínum hjá félaginu.

Reikna má með að Herrera gangi í raðir frönsku meistaranna PSG í sumar en Antonio Valencia og Juan Mata eru væntanlega einnig á leið frá United í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×