Sigmundur segir áburðardreifara VG farna af stað Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 11. maí 2019 16:28 Sigmundur Davíð segir stuðningsmenn þriðja orkupakkans skorta rök. Vísir/Vilhelm „Vísbendingarnar birtast nú hver af annarri. Þið sjáið í hvað stefnir. Það styttist greinilega í orkupakkann. Það er bara spurning hvað á að kasta mörgum drullukökum áður. Því fleiri sem þær verða því betra. Hvert tilvik er fyrst og fremst áminning um að stuðningsmenn O3 skorti rök og fari því í mennina en ekki málin.“ Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins í færslu á Facebook síðu sinni. Sigmundur kom fram í kvöldfréttum á RÚV í gær þar sem hann lýsti yfir áhyggjum sínum yfir þriðja orkupakkanum og sagði fund utanríkismálanefndar með Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins hafa verið óvæntan og þingmenn Miðflokksins ekki hafa verið látnir vita af honum. Sigmundur sætti harðri gagnrýni frá þingmönnum ýmissa stjórnmálaflokka, þar á meðal Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingsmann Vinstri grænna, Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, formanns utanríkismálanefndar auk Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Í færslu sinni sagði Sigmundur RÚV jafnan hafa áhyggjur af stjórnmálamönnum sem hlýddu ekki kerfinu og gerði slíka menn tortryggilega og benti hann RÚV á það að jafnan vantaði einhverja þingmenn á nefndarfundi. Hann sagði þó í kvöldfréttum að hefðu þingmenn Miðflokksins vitað af fundinum hefðu þeir mætt á hann en bæði Áslaug og Logi bentu á að fundarboð hafi verið sent út bæði í SMS-skilaboðum og tölvupósti og á skjáskoti sem Logi birti má sjá að allir nefndarmeðlimir utanríkismálanefndar hafi fengið póstinn sendan. „Svo sé ég að VG eru búnir að setja áburðardreifarana sína af stað. M.a. þingmann sem hefur aldrei skorast undan slíku frá því að hann var blaðamaður á Fréttablaðinu og notaði ófáar forsíður og aðrar greinar til að útskýra hvað það væri glatað hjá mér að þvælast fyrir Icesave,“ sagði Sigmundur í færslunni. Kolbeinn Óttarsson Proppé var blaðamaður hjá Fréttablaðinu í nokkur ár. Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hafna orkupakkanum Næstum helmingur stuðningsfólks ríkisstjórnarinnar segist andsnúið innleiðingu þriðja orkupakkans. 10. maí 2019 13:56 Ekki ástæða til að fresta þriðja orkupakkanum fram á haust Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, telur ekki raunhæft að verða við kröfu um að fresta afgreiðslu þriðja orkupakkans fram á haust. Hún segist telja að meirihlutastuðningur sé við málið í utanríkismálanefnd. 9. maí 2019 19:45 Baudenbacher: Höfnun þriðja orkupakkans gæti sett aðild Íslands að EES í uppnám Carl Baudenbacher fyrrverandi dómari við EFTA-dómstólinn telur að ef íslenska ríkið hafnar innleiðingu þriðja orkupakkans gæti það stefnt aðild ríkisins að EES-samningnum í uppnám. 9. maí 2019 12:30 Kolbeinn: Hafi Sigmundur ekki vitað af viðræðum var hann ekki góður forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, harðneitað að hann hafi getað stöðvað ferli þriðja orkupakkans á meðan hann sat sem forsætisráðherra. 11. maí 2019 10:21 EFTA-ríkin árétta sérstaklega sérstöðu Íslands í orkumálum Sérstaða íslensks orkumarkaðar er áréttuð í yfirlýsingu EFTA-ríkjanna í sameiginlegu EES-nefndinni. Þar segir að þriðji orkupakkinn hafi engin áhrif á yfirráð ríkjanna yfir orkuauðlindum sínum. 11. maí 2019 07:30 Áslaug Arna segir Sigmund snúa út úr Formaður utanríkismálanefndar brást illa við ummælum formanns Miðflokksins sem hann hafði uppi í gær, en hann gaf í skyn í fjölmiðlum að fundi utanríkismálanefndar um þriðja orkupakkann á fimmtudag hefði verið haldið leyndum fyrir sér. 11. maí 2019 07:30 EFTA-ríkin lýsa yfir sérstöðu Íslands í raforkumálum Sameiginleg yfirlýsing Íslands, Noregs og Liechtenstein um sérstöðu Íslands á raforkumarkaði ESB var kynnt á ríkisstjórnarfundi í morgun. 10. maí 2019 18:15 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Sjá meira
„Vísbendingarnar birtast nú hver af annarri. Þið sjáið í hvað stefnir. Það styttist greinilega í orkupakkann. Það er bara spurning hvað á að kasta mörgum drullukökum áður. Því fleiri sem þær verða því betra. Hvert tilvik er fyrst og fremst áminning um að stuðningsmenn O3 skorti rök og fari því í mennina en ekki málin.“ Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins í færslu á Facebook síðu sinni. Sigmundur kom fram í kvöldfréttum á RÚV í gær þar sem hann lýsti yfir áhyggjum sínum yfir þriðja orkupakkanum og sagði fund utanríkismálanefndar með Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins hafa verið óvæntan og þingmenn Miðflokksins ekki hafa verið látnir vita af honum. Sigmundur sætti harðri gagnrýni frá þingmönnum ýmissa stjórnmálaflokka, þar á meðal Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingsmann Vinstri grænna, Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, formanns utanríkismálanefndar auk Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Í færslu sinni sagði Sigmundur RÚV jafnan hafa áhyggjur af stjórnmálamönnum sem hlýddu ekki kerfinu og gerði slíka menn tortryggilega og benti hann RÚV á það að jafnan vantaði einhverja þingmenn á nefndarfundi. Hann sagði þó í kvöldfréttum að hefðu þingmenn Miðflokksins vitað af fundinum hefðu þeir mætt á hann en bæði Áslaug og Logi bentu á að fundarboð hafi verið sent út bæði í SMS-skilaboðum og tölvupósti og á skjáskoti sem Logi birti má sjá að allir nefndarmeðlimir utanríkismálanefndar hafi fengið póstinn sendan. „Svo sé ég að VG eru búnir að setja áburðardreifarana sína af stað. M.a. þingmann sem hefur aldrei skorast undan slíku frá því að hann var blaðamaður á Fréttablaðinu og notaði ófáar forsíður og aðrar greinar til að útskýra hvað það væri glatað hjá mér að þvælast fyrir Icesave,“ sagði Sigmundur í færslunni. Kolbeinn Óttarsson Proppé var blaðamaður hjá Fréttablaðinu í nokkur ár.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hafna orkupakkanum Næstum helmingur stuðningsfólks ríkisstjórnarinnar segist andsnúið innleiðingu þriðja orkupakkans. 10. maí 2019 13:56 Ekki ástæða til að fresta þriðja orkupakkanum fram á haust Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, telur ekki raunhæft að verða við kröfu um að fresta afgreiðslu þriðja orkupakkans fram á haust. Hún segist telja að meirihlutastuðningur sé við málið í utanríkismálanefnd. 9. maí 2019 19:45 Baudenbacher: Höfnun þriðja orkupakkans gæti sett aðild Íslands að EES í uppnám Carl Baudenbacher fyrrverandi dómari við EFTA-dómstólinn telur að ef íslenska ríkið hafnar innleiðingu þriðja orkupakkans gæti það stefnt aðild ríkisins að EES-samningnum í uppnám. 9. maí 2019 12:30 Kolbeinn: Hafi Sigmundur ekki vitað af viðræðum var hann ekki góður forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, harðneitað að hann hafi getað stöðvað ferli þriðja orkupakkans á meðan hann sat sem forsætisráðherra. 11. maí 2019 10:21 EFTA-ríkin árétta sérstaklega sérstöðu Íslands í orkumálum Sérstaða íslensks orkumarkaðar er áréttuð í yfirlýsingu EFTA-ríkjanna í sameiginlegu EES-nefndinni. Þar segir að þriðji orkupakkinn hafi engin áhrif á yfirráð ríkjanna yfir orkuauðlindum sínum. 11. maí 2019 07:30 Áslaug Arna segir Sigmund snúa út úr Formaður utanríkismálanefndar brást illa við ummælum formanns Miðflokksins sem hann hafði uppi í gær, en hann gaf í skyn í fjölmiðlum að fundi utanríkismálanefndar um þriðja orkupakkann á fimmtudag hefði verið haldið leyndum fyrir sér. 11. maí 2019 07:30 EFTA-ríkin lýsa yfir sérstöðu Íslands í raforkumálum Sameiginleg yfirlýsing Íslands, Noregs og Liechtenstein um sérstöðu Íslands á raforkumarkaði ESB var kynnt á ríkisstjórnarfundi í morgun. 10. maí 2019 18:15 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Sjá meira
Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hafna orkupakkanum Næstum helmingur stuðningsfólks ríkisstjórnarinnar segist andsnúið innleiðingu þriðja orkupakkans. 10. maí 2019 13:56
Ekki ástæða til að fresta þriðja orkupakkanum fram á haust Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, telur ekki raunhæft að verða við kröfu um að fresta afgreiðslu þriðja orkupakkans fram á haust. Hún segist telja að meirihlutastuðningur sé við málið í utanríkismálanefnd. 9. maí 2019 19:45
Baudenbacher: Höfnun þriðja orkupakkans gæti sett aðild Íslands að EES í uppnám Carl Baudenbacher fyrrverandi dómari við EFTA-dómstólinn telur að ef íslenska ríkið hafnar innleiðingu þriðja orkupakkans gæti það stefnt aðild ríkisins að EES-samningnum í uppnám. 9. maí 2019 12:30
Kolbeinn: Hafi Sigmundur ekki vitað af viðræðum var hann ekki góður forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, harðneitað að hann hafi getað stöðvað ferli þriðja orkupakkans á meðan hann sat sem forsætisráðherra. 11. maí 2019 10:21
EFTA-ríkin árétta sérstaklega sérstöðu Íslands í orkumálum Sérstaða íslensks orkumarkaðar er áréttuð í yfirlýsingu EFTA-ríkjanna í sameiginlegu EES-nefndinni. Þar segir að þriðji orkupakkinn hafi engin áhrif á yfirráð ríkjanna yfir orkuauðlindum sínum. 11. maí 2019 07:30
Áslaug Arna segir Sigmund snúa út úr Formaður utanríkismálanefndar brást illa við ummælum formanns Miðflokksins sem hann hafði uppi í gær, en hann gaf í skyn í fjölmiðlum að fundi utanríkismálanefndar um þriðja orkupakkann á fimmtudag hefði verið haldið leyndum fyrir sér. 11. maí 2019 07:30
EFTA-ríkin lýsa yfir sérstöðu Íslands í raforkumálum Sameiginleg yfirlýsing Íslands, Noregs og Liechtenstein um sérstöðu Íslands á raforkumarkaði ESB var kynnt á ríkisstjórnarfundi í morgun. 10. maí 2019 18:15