Ekki ástæða til að fresta þriðja orkupakkanum fram á haust Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. maí 2019 19:45 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, telur ekki raunhæft að verða við kröfu um að fresta afgreiðslu þriðja orkupakkans fram á haust. Hún segist telja að meirihlutastuðningur sé við málið í utanríkismálanefnd. Þetta kom fram í viðtali við Áslaugu Örnu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Málið er auðvitað þess eðlis að það þurfti mikla yfirlegu og við höfum fengið fjölda gesta til að heyra öll þessi ólíku sjónarmið og fá svör við ýmsum spurningum vegna málsins. Það var ekki síst dagurinn í dag sem var afar mikilvægur því við fengum svör við ýmsum spurningum sem höfðu ekki komið fram áður svona skýrt allavega,“ sagði Áslaug Arna. Á meðal gesta á fundi utanríkismálanefndar í dag var Carl Baudenbacher fyrrverandi forseti EFTA dómstólsins en Baudenbacher vann lögfræðiálit um þriðja orkupakkann að beiðni utanríkisráðuneytisins. Hann telur að ef íslenska ríkið hafnar innleiðingu þriðja orkupakkans gæti það teflt aðild ríkisins að EES-samningnum í tvísýnu. Baudenbacher segir í álitsgerð sinni að ef Ísland myndi ekki staðfesta ákvörðun um innleiðingu þriðja orkupakkans myndi það virkja 102. gr. EES-samningsins sem felur í sér að viðauka við samninginn, í þessu tilviki gildistöku reglna þriðja orkupakkans, yrði frestað til bráðabirgða. Baudenbacher segir hins vegar í að í ljósi hlutverks Evrópusambandsins í þessari löggjöf, mikilvægi löggjafarinnar, þeirrar staðreyndar að ESB hafi lagt lykkju á leið sína til að koma til móts við Ísland og í ljósi þess að slíkt myndi ganga í berhögg við fyrri framkvæmd við innleiðingu orkupakka eitt og tvö hér á landi sé líklegt að ESB muni setja einhvers konar fordæmi. Þá gæti slíkt sett aðild Íslands að EES-samningnum í uppnám til lengri tíma. Baudenbacher undirstrikar hins vegar að Ísland geti farið þessa leið og virkjað 102. gr. EES-samningsins. Hins vegar sé engin ástæða að beita slíkum öryggisventli í málinu. Hagsmunasamtökin Orkan okkar, með Frosta Sigurjónsson í broddi fylkingar, hafa krafist þess að afgreiðslu þingsályktunartillögunnar um þriðja orkupakkann verði frestað að minnsta kosti fram á haust svo almenningur og alþingismenn fái meiri tíma til að kynna sér málið. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sagði ekki ástæðu til að taka undir þá kröfu. „Málið hefur nú verið í níu ár á könnu Alþingis og það hefur verið unnið vel af hálfu ráðuneytanna tveggja, utanríkisráðuneytisins og atvinnuvegaráðuneytisins. Við einhentum okkur auðvitað í það að vinna það vel í nefndinni og erum að fá svör við þeim spurningum sem á okkur brennur varðandi pakkann og ég tel ekki tilefni til að fresta þessu fram á haust.“ Áslaug Arna sagði aðspurð að utanríkismálanefnd kæmi til með að ljúka afgreiðslu málsins á næstunni. „Við höfum fengið meira en tuttugu gesti á fundi nefndarinnar og ætlum að halda því áfram á morgun.“Sjá umfjöllun Stöðvar 2 þar sem rætt er við Carl Baudenbacher og viðtal við Áslaugu Örnu í klippunni hér fyrir neðan. Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, telur ekki raunhæft að verða við kröfu um að fresta afgreiðslu þriðja orkupakkans fram á haust. Hún segist telja að meirihlutastuðningur sé við málið í utanríkismálanefnd. Þetta kom fram í viðtali við Áslaugu Örnu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Málið er auðvitað þess eðlis að það þurfti mikla yfirlegu og við höfum fengið fjölda gesta til að heyra öll þessi ólíku sjónarmið og fá svör við ýmsum spurningum vegna málsins. Það var ekki síst dagurinn í dag sem var afar mikilvægur því við fengum svör við ýmsum spurningum sem höfðu ekki komið fram áður svona skýrt allavega,“ sagði Áslaug Arna. Á meðal gesta á fundi utanríkismálanefndar í dag var Carl Baudenbacher fyrrverandi forseti EFTA dómstólsins en Baudenbacher vann lögfræðiálit um þriðja orkupakkann að beiðni utanríkisráðuneytisins. Hann telur að ef íslenska ríkið hafnar innleiðingu þriðja orkupakkans gæti það teflt aðild ríkisins að EES-samningnum í tvísýnu. Baudenbacher segir í álitsgerð sinni að ef Ísland myndi ekki staðfesta ákvörðun um innleiðingu þriðja orkupakkans myndi það virkja 102. gr. EES-samningsins sem felur í sér að viðauka við samninginn, í þessu tilviki gildistöku reglna þriðja orkupakkans, yrði frestað til bráðabirgða. Baudenbacher segir hins vegar í að í ljósi hlutverks Evrópusambandsins í þessari löggjöf, mikilvægi löggjafarinnar, þeirrar staðreyndar að ESB hafi lagt lykkju á leið sína til að koma til móts við Ísland og í ljósi þess að slíkt myndi ganga í berhögg við fyrri framkvæmd við innleiðingu orkupakka eitt og tvö hér á landi sé líklegt að ESB muni setja einhvers konar fordæmi. Þá gæti slíkt sett aðild Íslands að EES-samningnum í uppnám til lengri tíma. Baudenbacher undirstrikar hins vegar að Ísland geti farið þessa leið og virkjað 102. gr. EES-samningsins. Hins vegar sé engin ástæða að beita slíkum öryggisventli í málinu. Hagsmunasamtökin Orkan okkar, með Frosta Sigurjónsson í broddi fylkingar, hafa krafist þess að afgreiðslu þingsályktunartillögunnar um þriðja orkupakkann verði frestað að minnsta kosti fram á haust svo almenningur og alþingismenn fái meiri tíma til að kynna sér málið. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sagði ekki ástæðu til að taka undir þá kröfu. „Málið hefur nú verið í níu ár á könnu Alþingis og það hefur verið unnið vel af hálfu ráðuneytanna tveggja, utanríkisráðuneytisins og atvinnuvegaráðuneytisins. Við einhentum okkur auðvitað í það að vinna það vel í nefndinni og erum að fá svör við þeim spurningum sem á okkur brennur varðandi pakkann og ég tel ekki tilefni til að fresta þessu fram á haust.“ Áslaug Arna sagði aðspurð að utanríkismálanefnd kæmi til með að ljúka afgreiðslu málsins á næstunni. „Við höfum fengið meira en tuttugu gesti á fundi nefndarinnar og ætlum að halda því áfram á morgun.“Sjá umfjöllun Stöðvar 2 þar sem rætt er við Carl Baudenbacher og viðtal við Áslaugu Örnu í klippunni hér fyrir neðan.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Sjá meira