Enski boltinn

Klopp: Hin liðin verða betri

Dagur Lárusson skrifar
Jurgen Klopp
Jurgen Klopp vísir/getty
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segist búast við því að hin stórliðin munu vera mikið betri á næsta tímabili.

 

Í vetur hefur baráttan á toppi deildarinnar verið meira og minna aðeins á milli Liverpool og Manchester City á meðan Tottenham, Chelsea, Arsenal og Manchester United hafa barist um þriðja og fjórða sætið. Jurgen Klopp býst við því að þessi lið muni bæta sig í sumar.

 

„Hvað er hægt að segja með þetta City lið? Að öllum líkindum verða þeir alveg jafn góðir og þeir eru búnir að vera í vetur, við munum klárlega vera það, en öll hin liðin munu verða betri“

 

„Aðal munurinn á okkur tveimur og hinum liðunum eru ekki gæðin heldur stöðuleikinn, það er alveg klárt mál.“

 

„Stöðuleiki er eitthvað sem þú getur unnið í og bætt og síðan munu gæðin verða meiri hjá þeim, það er klárt.“

 

„Við verðum að sjá til þess að við höldum okkar stefnu og gerum réttu hlutina aftur og aftur. Ef við gerum það þá mun framtíð okkar vera jákvæð.“

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×