Enski boltinn

Giroud: Þetta verður tilfinningaþrungið

Dagur Lárusson skrifar
Olivier Giroud.
Olivier Giroud. vísir/getty
Olivier Giroud, leikmaður Chelsea, segir að það muni vera mjög sérstök stund fyrir hann í lok maí þegar Chelsea mætir Arsenal í úrslitum Evrópudeildarinnar.

 

Eins og vitað er þá var Giroud að mála hjá Arsenal í um það bil fimm ár og skoraði hann 105 mörk fyrir félagið. Hann segir að þetta muni vera tilfinningaþrungin stund.

 

„Þetta verður án efa mjög tilfinningaþrungið og mjög sérstök stund fyrir mig. Ég man hvernig þetta var þegar ég mætti á Emirates, þá fékk ég góðar móttökur.“

 

„Ég verð samt að muna það í leiknum að við ætlum okkur að vinna þennan leik og því verð ég að leggja allar tilfinningar til hliðar. Ég vil vinna annan titil með Chelsea og því verð ég að gleyma því að ég er að spila gegn Arsenal“.

 

Samningur Giroud mun renna út í júní og því verður þessi leikur að öllum líkindum hans síðasti leikur fyrir Chelea.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×