Enski boltinn

Umboðsmaður Özil: Hann verður áfram hjá Arsenal

Dagur Lárusson skrifar
Mesut Özil.
Mesut Özil. vísir/getty
Umboðsmaður Mesut Özil segir að leikmaðurinn muni vera áfram í herbúðum Arsenal á næstu leiktíð.

 

Özil hefur verið orðaður við för frá félaginu í langan tíma en umboðsmaður hans hefur nú ákveðið að koma fram og binda enda á þessar sögusagnir.

 

„Sögusagnir verða alltaf til staðar, það er ekki hægt að breyta því, en það breytir því samt ekki að Özil er hliðhollur og sannur liðsmaður.“

 

„Hugur hans er algjörlega hjá Arsenal og aðeins Arsenal. Özil er með Arsenal í æðum sínum og hann mun virða samning sinn við félagið.“

 

„Hann mun vera hjá félaginu til allaveganna 2021 og stuðningsmennirnar þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af því. Hann er búinn að finna stað þar sem honum líður vel og hann hefur enga ástæðu til þess að fara“

 

Mesut Özil hefur byrjað 20 leiki fyrir Arsenal í deildinni í vetur en hann spilaði aðeins fjórum sinnum frá nóvember til febrúar vegna meiðsla.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×