Enski boltinn

Ekkert stress hjá Guardiola sem svaf eins og lítill strákur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lyftir Guardiola titlinum í dag?
Lyftir Guardiola titlinum í dag? vísir/getty
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að það sé ekkert stress hjá honum fyrir leikinn gegn Brighton í dag en úrslitin í enska boltanum ráðast í dag.

City er stigi á undan Liverpool fyrir lokaumferðina sem flautuð verður á klukkan tvö í dag. City heimsækir Brighton á meðan Liverpool spilar á heimavelli gegn Wolves.

„Ég er svo ánægður. Það er er ekkert stress. Ég sef eins og lítill strákur. Þetta er draumur, forréttindi og ég elska það,“ sagði Guardiola í samtali við Sky Sports.

Lykilleikur í stefnu City að titlinum var þegar þeir unnu Liverpool í janúar. Á þeim tímapunkti var Liverpool sjö stigum á undan City og með tapi hefði Liverpool verið tíu stigum á undan City.

„Ég var stressaður fyrir leikinn gegn Liverpool. Við vorum sjö stigum á eftir þeim og hefðum getað verið tíu. Þetta var erfitt en núna er það ekki staðan.“

„Ég þarf ekkert að mótivera mína menn í dag. Ég held að ræðan mín fyrir leikinn verði engin. Þeir vilja vinna úrvalsdeildina. Það sem ég hef séð á æfingum, þá vilja þeir vinna þetta,“ sagði Guardiola.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×