Erlent

Fullyrða að skemmdarverk hafi verið unnin á olíuskipum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Olíuskip við Sádi-Arabíu. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Olíuskip við Sádi-Arabíu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty/Simon Dawson

Sádí-Arabar fullyrða að tvö olíuflutningaskip þeirra hafi orðið fyrir skemmdarverkum undan strönd Sameinuðu arabísku furstadæmanna í morgun. Skipin eru sögð nokkuð löskuð en annað þeirra var á leið að sækja olíu sem átti að sigla með til Bandaríkjanna.

Bandaríkjamenn hafa nýlega aukið verulega við herlið sitt á svæðinu og hafa gefið úr viðvaranir til sjófarenda. Bandaríkjamenn segja líklegt að Íranir eða leppar þeirra muni ráðast gegn sjófarendum á svæðinu.

Íranska utanríkisráðuneytið krefst þess hins vegar að Sádar útskýri almennilega hvað þarna gekk á og hverskyns skemmdarverk hafi verið um að ræða. Þá var varað við því að erlendir aðilar reyni að stofna til illinda á milli ríkja við Persaflóann.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.