Enski boltinn

Manchester liðin hafa bæði mikinn áhuga á „næsta Frank Lampard“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bruno Fernandes er áhugaverður leikmaður.
Bruno Fernandes er áhugaverður leikmaður. Getty/Gualter Fatia

Bruno Fernandes er nafni sem áhugafólk um ensku úrvalsdeildina gætu heyrt miklu meira af á næstunni. Það bendir nefnilega margt til þess að þessi Portúgali spili í deildinni á næstu leiktíð.

Bæði Manchester liðin, City og United, eru sögð hafa mikinn áhuga á því að fá Bruno Fernandes en hann spilar nú með Sporting Lisbon og er fyrirliði liðsins 24 ára gamall.

Bruno Fernandes hefur líka átt magnað tímabil með Sporting Lisbon í portúgölsku deildinni en hann er með 32 mörk og 17 stoðsendingar í öllum keppnum á þessari leiktíð. Í fyrra var hann kosinn besti leikmaður deildarinnar.

Bruno Fernandes hefur verið kallaður „næsti Frank Lampard“ en báðir eru þeir leikmenn sem skora mikið af miðjunni.Í portúgölsku deildinni er Bruno Fernandes með 20 mörk og 13 stoðsendingar en enginn miðjumaður hefur komið með beinum hætti að fleiri mörkum í bestu deildum Evrópu á Englandi, á Ítalíu, á Spáni, í Þýskalandi, í Frakklandi, í Portúgal eða í Hollandi.

Bruno Fernandes hefur komið að 46 prósentum af 71 marki Sporting Lisbon í portúgölsku deildinni á þessu tímabili. Hann hefur verið kosinn besti leikmaður mánaðarins þrjá mánuði í röð.

Það er ljóst á öllu að það er komið að því hjá Bruno Fernandes að stíga næsta skref og komast í sterkari deild.

Það verður því spennandi að sjá hvort Manchester City eða Manchester United hafi betur í kapphlaupinu eða hvort eitthvað annað félag hafi óvænt betur á endasprettinum.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.