Enski boltinn

Var rændur og keyrði svo drukkinn í burtu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Beahino í leik með Stoke.
Beahino í leik með Stoke. vísir/getty

Saido Berahino, framherji Stoke City, mun ekki keyra næstu árin en hann missti prófið í langan tíma í gær. Aðdragandi þess að hann keyrði fullur er afar sérstakur.

Berahino var úti að skemmta sér með kærustunni sinni er ráðist var að þeim og þau rænd. Þau fóru svo í burtu í áfalli en Berahino keyrði. Fram að því hafði kærastan hans verið að keyra.

Framherjinn var með þrisvar sinnum meira áfengi í blóðinu en leyfilegt er og missir prófið í 30 mánuði og fékk þess utan tæplega 12 milljón króna sekt. Þetta var í þriðja sinn sem Berahino er tekinn drukkinn undir stýri.

Kærastan hans segist sannfærð um að fyrrverandi kærasti hennar hafi staðið á bak við ránið. Úri Berahino og tveimur hálsmenum var stolið í ráninu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.