Enski boltinn

Var rændur og keyrði svo drukkinn í burtu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Beahino í leik með Stoke.
Beahino í leik með Stoke. vísir/getty
Saido Berahino, framherji Stoke City, mun ekki keyra næstu árin en hann missti prófið í langan tíma í gær. Aðdragandi þess að hann keyrði fullur er afar sérstakur.

Berahino var úti að skemmta sér með kærustunni sinni er ráðist var að þeim og þau rænd. Þau fóru svo í burtu í áfalli en Berahino keyrði. Fram að því hafði kærastan hans verið að keyra.

Framherjinn var með þrisvar sinnum meira áfengi í blóðinu en leyfilegt er og missir prófið í 30 mánuði og fékk þess utan tæplega 12 milljón króna sekt. Þetta var í þriðja sinn sem Berahino er tekinn drukkinn undir stýri.

Kærastan hans segist sannfærð um að fyrrverandi kærasti hennar hafi staðið á bak við ránið. Úri Berahino og tveimur hálsmenum var stolið í ráninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×