Enski boltinn

Gerðu grín að njósnum Bielsa | Myndbönd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lampard fagnar eftir leik í gær.
Lampard fagnar eftir leik í gær. vísir/getty

Derby County er komið í úrslitaleikinn um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni og leikmenn liðsins kunnu svo sannarlega að strá salti í sár Leeds United eftir leik liðanna í gær.

Það er löngu orðið frægt að Marcelo Bielsa, stjóri Leeds, sendi njósnara til þess að fylgjast með æfingum Derby fyrr í vetur en það skilaði ekki meiru en svo að Derby sendi Leeds í frí í gær.

Er leikmenn Derby fögnuðu eftir leik settu þeir upp „kíki“ og gerðu grín að njósnum Bielsa.Meira að segja stjóri liðsins, Frank Lampard, gat ekki hamið sig eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan þar sem leikmenn Derby syngja við lagið Stop Crying Your Heart Out með Oasis.
Tengdar fréttir

Lampard: Allir búnir að afskrifa okkur

Frank Lampard stýrði Derby County í úrslitaleikinn í umspilinu um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni með sigri í ótrúlegum leik í gærkvöld.

Lampard fer með Hrútana á Wembley

Derby County mætir Aston Villa í úrslitum um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni eftir sigur á Leeds United í hreint ótrúlegum fótboltaleik í undanúrslitum umspilsinsAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.