Enski boltinn

Lampard: Allir búnir að afskrifa okkur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Lampard var kátur í leikslok
Lampard var kátur í leikslok vísir/getty

Frank Lampard stýrði Derby County í úrslitaleikinn í umspilinu um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni með sigri í ótrúlegum leik í gærkvöld.

Derby vann Leed 4-2 í Leeds og tók þar með undanúrslitaeinvígið 4-3. Leeds vann fyrri leikinn 1-0.

„Ég sagði strákunum að það hefðu allir afskrifað okkur,“ sagði Lampard við Sky Sports í leikslok.

„Við breyttum aðeins um leikkerfi en strákarnir þurftu að sýna hugrekki á boltanum og þeir gerðu það.“

Leeds komst yfir í leiknum en tvö mörk sitt hvoru megin við hálfleikinn gáfu Derby von.

„Markið fyrir hálfleik gaf leikmönnunum trú og ég er svo ánægður fyrir hönd Jack Marriott. Ég fann það á mér að þetta væri hans kvöld en ég bjóst ekki við þessu frá honum.“

„Nú þurfum við að njóta augnabliksins en fara svo og undirbúa okkur fyrir Aston Villa. Þar verðum við aftur litla liðið.“

Derby mætir Aston Villa í úrslitaleik á Wembley um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni í lok mánaðarins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.