Íslenski boltinn

Pepsi Max-mörk kvenna: Flögguð rangstæð með fimm varnarmenn fyrir innan sig

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Áhugvert atvik kom upp í leik ÍBV og Þórs/KA í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta um síðustu umferð deildarinnar þegar að Margrét Árnadóttir, sóknarmaður norðankvenna, var flögguð rangstæð eftir fallega sendingu Láru Kristínar Pedersen inn fyrir vörnina.Sjaldan ef aldrei hefur einn leikmaður verið jafn réttstæður því það voru ekki nema fimm leikmenn Eyjakvenna sem að stóðu aftar á vellinum en Margrét. Aðstoðardómarinn Kjartan Már Másson var aftur á móti lítið að fylgjast með og lyfti flaggi sínu.„Það er mjög lélegt að dæma þarna rangstöðu. Það er fjöldi leikmanna þarna fyrir innan sóknarmanninn,“ sagði Ásthildur Helgadóttir, sérfræðingur Pepsi Max-marka kvenna í þætti gærkvöldi.„Það eru ekki einn, ekki tveir, ekki þrír, ekki fjórir heldur fimm leikmenn sem spila hana réttstæða,“ bætti Edda Garðarsdóttir við.Helena Ólafsdóttir, umsjónarmaður þáttarins, sagðist sjá svona mistök alltof oft og spurði sérfræðinga sína hvort dómarar í deildinni og aðstoðarmenn þeirra þyrftu ekki að fara að taka sig taki.„Ég er alveg sammála því. Það hefur oft verið gagnrýnt og sú gagnrýni hefur átt rétt á sér að oft eru ekki bestu dómararnir né bestu línuverðirnir að dæma kvennaleikina. Það er að sýna sig að það hefur lítið breyst,“„Þetta þarf að fylgja með. Við erum að kalla eftir því að kvennaknattspyrnan sé betri og auðvitað þurfa dómararnir að fylgja með þar til þess að gæði leiksins geti aukist,“ sagði Ásthildur Helgadóttir.Alla umræðuna má sjá hér að ofan.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.