Trump veitir vini sínum og skjallara uppreist æru Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2019 12:15 Conrad Black þegar hann mætti fyrir dómara árið 2011. AP/Charles Rex Arbogast Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, veitti í gær auðjöfrinum Conrad M. Black, sem er vinur forsetans og fyrrverandi viðskiptafélagi sem fór fögrum orðum í Trump í bók sem hann gaf út í fyrra, uppreist æru. Black, sem er breskur ríkisborgari en fæddist í Kanada, var dæmdur fyrir fjársvik og aðra glæpi árið 2007 þegar hann sveik fé af fjárfestum sínum og var meinað að snúa aftur til Bandaríkjanna. Áfrýjunardómstóll felldi þó niður tvo af fjórum dómum Black. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu, sem AP fréttaveitan vitnar í, er Black lýst sem athafna- og fræðimanni og sagði þar einnig að framlag hans til viðskiptalífs Bandaríkjanna, stjórnmála og sagnfræði væri gífurlegt. Þá sagði Sarah Sanders, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, að Black hefði skrifað margar þekktar ævisögur og nefndi ævisögur hans um Franklin D. Roosevelt og Richard Nixon.Hún nefndi þó ekki bókina: „Donald J. Trump: Einstakur forseti“ sem Black gaf út í fyrra. Þá hefur Black reglulega hælt Trump á opinberum vettvangi og samfélagsmiðlum á undanförnum árum. Í lok síðast árs var hann spurður hvort hann væri að leitast eftir náðun Trump en sagði svo ekki vera, samkvæmt Washington Post. Þá vísaði Sanders til stuðnings sem Black hafi fengið frá Henry Kissinger, Elton John og Rush Libaugh. Þeir hefðu mælt með því að Black hlyti uppreist æru. Black skrifaði grein í National Post í Kanada sem birt var í morgun þar sem hann lýsti símtali sem hann fékk frá Trump, þar sem forsetinn tilkynnti honum ákvörðun sína. Titill greinarinnar, lauslega þýddur, er: „Forseti Bandaríkjanna hringdi. Ég hlaut loksins uppreist æru“.Þar segist Black ekki hafa rætt við Trump frá því hann tók við embætti árið 2017 og sagði hann forsetann hafa verið einkar vinsamlegan. Black segir Trump hafa sagt að með þessu vildi forsetinn taka aftur þann óleik sem Black hafi orðið fyrir. Black fékk leyfi Trump til að lýsa því yfir að ákvörðunin hefði verið tekin vegna „óréttláts dóms“ Black. Eftir það endurtekur Black ósannaðar ásakanir Trump um að réttarkerfi Bandaríkjanna hafi einnig komið illa fram við hann og vísar til Rússarannsóknarinnar svokölluðu.Hefur náðað stuðningsmenn sína áður Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkar aðgerðir Trump þykja umdeildar. Sá fyrsti sem hann náðaði var Joe Arpaio, fyrrverandi fógeti, sem er dyggur og hávær stuðningsmaður forsetans. Hann var sakfelldur fyrir að hafa virt að vettugi réttartilskipun um að hætta að láta lögreglumenn við umferðareftirlit stöðva þá sem þeir töldu vera innflytjendur. Trump hefur einnig náðað íhaldsmanninn Dinesh D‘Souza sem sakfelldur var fyrir fjársvik í tengslum við kosningar.Í gær veitt Trump einnig Patrick Nolan uppreist æru. Nolan var á árum áður ríkisþingmaður í Kaliforníu en árið 1994 játaði hann spillingu og sat inni í tæp þrjú ár. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, veitti í gær auðjöfrinum Conrad M. Black, sem er vinur forsetans og fyrrverandi viðskiptafélagi sem fór fögrum orðum í Trump í bók sem hann gaf út í fyrra, uppreist æru. Black, sem er breskur ríkisborgari en fæddist í Kanada, var dæmdur fyrir fjársvik og aðra glæpi árið 2007 þegar hann sveik fé af fjárfestum sínum og var meinað að snúa aftur til Bandaríkjanna. Áfrýjunardómstóll felldi þó niður tvo af fjórum dómum Black. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu, sem AP fréttaveitan vitnar í, er Black lýst sem athafna- og fræðimanni og sagði þar einnig að framlag hans til viðskiptalífs Bandaríkjanna, stjórnmála og sagnfræði væri gífurlegt. Þá sagði Sarah Sanders, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, að Black hefði skrifað margar þekktar ævisögur og nefndi ævisögur hans um Franklin D. Roosevelt og Richard Nixon.Hún nefndi þó ekki bókina: „Donald J. Trump: Einstakur forseti“ sem Black gaf út í fyrra. Þá hefur Black reglulega hælt Trump á opinberum vettvangi og samfélagsmiðlum á undanförnum árum. Í lok síðast árs var hann spurður hvort hann væri að leitast eftir náðun Trump en sagði svo ekki vera, samkvæmt Washington Post. Þá vísaði Sanders til stuðnings sem Black hafi fengið frá Henry Kissinger, Elton John og Rush Libaugh. Þeir hefðu mælt með því að Black hlyti uppreist æru. Black skrifaði grein í National Post í Kanada sem birt var í morgun þar sem hann lýsti símtali sem hann fékk frá Trump, þar sem forsetinn tilkynnti honum ákvörðun sína. Titill greinarinnar, lauslega þýddur, er: „Forseti Bandaríkjanna hringdi. Ég hlaut loksins uppreist æru“.Þar segist Black ekki hafa rætt við Trump frá því hann tók við embætti árið 2017 og sagði hann forsetann hafa verið einkar vinsamlegan. Black segir Trump hafa sagt að með þessu vildi forsetinn taka aftur þann óleik sem Black hafi orðið fyrir. Black fékk leyfi Trump til að lýsa því yfir að ákvörðunin hefði verið tekin vegna „óréttláts dóms“ Black. Eftir það endurtekur Black ósannaðar ásakanir Trump um að réttarkerfi Bandaríkjanna hafi einnig komið illa fram við hann og vísar til Rússarannsóknarinnar svokölluðu.Hefur náðað stuðningsmenn sína áður Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkar aðgerðir Trump þykja umdeildar. Sá fyrsti sem hann náðaði var Joe Arpaio, fyrrverandi fógeti, sem er dyggur og hávær stuðningsmaður forsetans. Hann var sakfelldur fyrir að hafa virt að vettugi réttartilskipun um að hætta að láta lögreglumenn við umferðareftirlit stöðva þá sem þeir töldu vera innflytjendur. Trump hefur einnig náðað íhaldsmanninn Dinesh D‘Souza sem sakfelldur var fyrir fjársvik í tengslum við kosningar.Í gær veitt Trump einnig Patrick Nolan uppreist æru. Nolan var á árum áður ríkisþingmaður í Kaliforníu en árið 1994 játaði hann spillingu og sat inni í tæp þrjú ár.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Sjá meira