Chelsea Manning send aftur í fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 16. maí 2019 22:28 Manning fyrir utan dómshúsið í Alexandríu í Virginíu í dag. Vísir/EPA Bandarískur alríkisdómari úrskurðaði í dag að Chelsea Manning, fyrrverandi hermaður og heimildarmaður Wikileaks, hefði sýnt dómstólnum óvirðingu með því að neita að bera vitni. Manning verður aftur send í fangelsi en hún sat áður inni í tvo mánuði fyrir að neita að svara spurningum um Wikileaks. Saksóknarar vilja að Manning beri vitni fyrir ákærudómstól um hvernig samstarfi hennar við Wikileaks var háttað þegar hún kom fjölda leyniskjala til uppljóstranavefsins árið 2010. Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur verið ákærður fyrir aðild að tölvuinnbroti vegna lekans og sækjast bandarísk yfirvöld eftir því að fá hann framseldan frá Bretlandi. Manning hefur hins vegar neitað að bera vitni. Hún afplánaði tveggja mánaða fangelsisrefsingu fyrir að sýna dómstól óvirðingu í Virginíu en var sleppt í síðustu viku. Nú segir Reuters-fréttastofan að alríkisdómari í Virginíu hafi aftur talið hana sýna réttinum óvirðingu og gert henni fangelsisrefsingu. Verði Manning ekki við stefnu um að bera vitni fyrir ákærudómstóli innan þrjátíu daga verður hún sektuð um 500 dollara á dag, jafnvirði rúmlega 61.000 íslenskra króna. Dagssektin tvöfaldast verði hún ekki við henni innan sextíu daga. Manning var dæmd í 35 ára fangelsi og sat inni í sjö ár fyrir að hafa lekið skjölunum til Wikileaks þegar hún starfaði sem leyniþjónustugreinandi hjá Bandaríkjaher. Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, mildaði dóm hennar rétt áður en hann lét af embætti í janúar árið 2017. Bandaríkin WikiLeaks Tengdar fréttir Segir málið tækifæri fyrir Assange til að hreinsa mannorð sitt Rannsókn hefur verið opnuð á nýjan leik vegna ásakana á hendur Julian Assange um nauðgun. 13. maí 2019 20:15 Manning send í fangelsi fyrir að neita að bera vitni gegn Wikileaks Manning er fyrrverandi hermaður sem var dæmd í 35 ára fangelsi árið 2010 fyrir að leka leynilegum gögnum til Wikileaks. 8. mars 2019 15:43 Manning neitað um lausn gegn tryggingu Manning var í mars úrskurðuð í gæsluvarðhald og færð í fangelsi fyrir að neita að bera vitni fyrir ákærudómstól 23. apríl 2019 12:31 Manning laus úr fangelsi Chelsea Manning fyrrverandi verktaki fyrir Bandaríkjaher sem lak upplýsingum til Wikileaks á sínum tíma er laus úr fangelsi. 10. maí 2019 07:18 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sjá meira
Bandarískur alríkisdómari úrskurðaði í dag að Chelsea Manning, fyrrverandi hermaður og heimildarmaður Wikileaks, hefði sýnt dómstólnum óvirðingu með því að neita að bera vitni. Manning verður aftur send í fangelsi en hún sat áður inni í tvo mánuði fyrir að neita að svara spurningum um Wikileaks. Saksóknarar vilja að Manning beri vitni fyrir ákærudómstól um hvernig samstarfi hennar við Wikileaks var háttað þegar hún kom fjölda leyniskjala til uppljóstranavefsins árið 2010. Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur verið ákærður fyrir aðild að tölvuinnbroti vegna lekans og sækjast bandarísk yfirvöld eftir því að fá hann framseldan frá Bretlandi. Manning hefur hins vegar neitað að bera vitni. Hún afplánaði tveggja mánaða fangelsisrefsingu fyrir að sýna dómstól óvirðingu í Virginíu en var sleppt í síðustu viku. Nú segir Reuters-fréttastofan að alríkisdómari í Virginíu hafi aftur talið hana sýna réttinum óvirðingu og gert henni fangelsisrefsingu. Verði Manning ekki við stefnu um að bera vitni fyrir ákærudómstóli innan þrjátíu daga verður hún sektuð um 500 dollara á dag, jafnvirði rúmlega 61.000 íslenskra króna. Dagssektin tvöfaldast verði hún ekki við henni innan sextíu daga. Manning var dæmd í 35 ára fangelsi og sat inni í sjö ár fyrir að hafa lekið skjölunum til Wikileaks þegar hún starfaði sem leyniþjónustugreinandi hjá Bandaríkjaher. Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, mildaði dóm hennar rétt áður en hann lét af embætti í janúar árið 2017.
Bandaríkin WikiLeaks Tengdar fréttir Segir málið tækifæri fyrir Assange til að hreinsa mannorð sitt Rannsókn hefur verið opnuð á nýjan leik vegna ásakana á hendur Julian Assange um nauðgun. 13. maí 2019 20:15 Manning send í fangelsi fyrir að neita að bera vitni gegn Wikileaks Manning er fyrrverandi hermaður sem var dæmd í 35 ára fangelsi árið 2010 fyrir að leka leynilegum gögnum til Wikileaks. 8. mars 2019 15:43 Manning neitað um lausn gegn tryggingu Manning var í mars úrskurðuð í gæsluvarðhald og færð í fangelsi fyrir að neita að bera vitni fyrir ákærudómstól 23. apríl 2019 12:31 Manning laus úr fangelsi Chelsea Manning fyrrverandi verktaki fyrir Bandaríkjaher sem lak upplýsingum til Wikileaks á sínum tíma er laus úr fangelsi. 10. maí 2019 07:18 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sjá meira
Segir málið tækifæri fyrir Assange til að hreinsa mannorð sitt Rannsókn hefur verið opnuð á nýjan leik vegna ásakana á hendur Julian Assange um nauðgun. 13. maí 2019 20:15
Manning send í fangelsi fyrir að neita að bera vitni gegn Wikileaks Manning er fyrrverandi hermaður sem var dæmd í 35 ára fangelsi árið 2010 fyrir að leka leynilegum gögnum til Wikileaks. 8. mars 2019 15:43
Manning neitað um lausn gegn tryggingu Manning var í mars úrskurðuð í gæsluvarðhald og færð í fangelsi fyrir að neita að bera vitni fyrir ákærudómstól 23. apríl 2019 12:31
Manning laus úr fangelsi Chelsea Manning fyrrverandi verktaki fyrir Bandaríkjaher sem lak upplýsingum til Wikileaks á sínum tíma er laus úr fangelsi. 10. maí 2019 07:18